Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 46
288 Eiríkur Magnússon: IÐUNN — Nei, hann átti ekkert eftir af peningunum fyrir koparfjallið. Þeir voru horfnir út í buskann. Og hver svo sem átti nokkuð eftir af þeim, þegar fjallið stóð yfir- gefið og autt? En óbyggðin, almenningurinn, á þegar tug nýbyggja og býður hundruðum heim. Dafnar ekkert hér? Hér dafnar alt — menn, skepnur, ávöxtur. ísak sáir; síðdegissólin skín á kornið; það sáldrast í boga úr hendi hans og hnígur eins og gullsandur á jörðina. Þarna kemur Sivert, — hann á að herfa, síðan á hann að fara með valtarann yfir, svo herfar hann að nýju. Skógurinn og fjöllin horfa á; hér er ríki hins háa og máttuga; hér er samræmi og markmið. v Kling, kling. Bjölluhljómur heyrist hátt uppi í hlíðinni; hann færist nær og nær. Búpeningurinn leitar heim að kveldinu. — — — Þarna ganga stúlkurnar út í sumar- fjósið með mjólkurföturnar í burðarstöngum á öxlunum; föturnar eru svo margar. Leopoldína, Jensína og litla Rebekka — allar þrjár eru berfættar. Húsfreyja sveitar- höfðingjans er ekki með. Inga, hún er inni; hún tilreiðir matinn. Hún gengur um hús sitt, há og tíguleg Vestu- mær, sem kveykir upp eld í suðuvél. Svo kemur kveldið«. Hér endar sagan. Hún þarf vissulega ekki að vera lengri. Sæðið, sem laufbaðmur endurfædds lífs skal af vaxa, er í jörð fallið. Framhaldið bíður lífsins, ekki á pappír ritað, heldur á frjólendum þess sjálfs. ísak stend- ur í fylling lífs síns. — Friðsæluríkt kveldið að starfinu loknu. Avöxtur svitadropanna fullþroska í aldingarði ell- innar, er haustfölvi sígur smátt og smátt yfir, og sem lífþrunginn blómknappur á akri komandi kynslóða. Slík er umbun lífsins: að njóta hvíldar í friði og fögnuði með auðugt lífsstarf að baki. Fyrsta hvíldin á jörðu hér var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.