Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 49
IÐUNN Gróður jarðar. 291 íslendingar standa nú á vegamótum í sínu eigin þjóð- lífi. Þjóðin hefir öðlast fullkomlega viðurkent stjórnfrelsir nýjar skyldur og ný verkefni kalla. Þjóðin þarf að lifa og starfa samkvæmt fengnu frelsi, en eigi eftir þeim leiðum, sem hún gekk í frelsisbaráttunni. Hún leitar nýrra lífshátta í samræmi við verkefni sín. Umbreyting- ar ríkja á flestum sviðum þjóðlífsins, umbreytingar og fálmandi leit. Atvinnuvegirnir hafa tekið miklum stakka- skiftum. Meginhluti þjóðarinnar starfaði að landbúnaði,. en nú er aðalatvinnuvegurinn sjávarútvegur. Hann er miklu stórfeldari en nokkur atvinnuvegur hefir áður verið hér á landi, framleiðslan er langsamlega mikln meiri en á sviði landbúnaðarins. Af því leiðir auðvitað, að sá atvinnuvegur, sem meira framleiðir, þarf á meiri starfskröftum að halda. Og honum vex altaf fiskur um hrygg. Gengi hans og gróði er eðlileg afleiðing þess, að atvinnuvegur þessi er hraðfara uppgripaöflun, en ekki hægfara framleiðsluöflun eins og í landbúnaðinum. En þetta er aftur orsök þess — þó ekki sú eina — að starfskraftarnir dragast frá landbúnaðinum til sjávarútvegs- ins. Gamla, rótgróna íhaldið, afturhaldið munu sumir vilja segja, sem var svo ríkt í þjóðareðlinu, er nú mjög að hverfa úr landi. Það er þó ekki hér með sagt, að alt íhald sé úr sögunni, öðru nær; nóg mun einmitt vera af því. Eg á við það venjuhelgaða íhald, sem sumpart kom fram sem nægjusemi og að sætta sig við það, sem einu sinni er, og sumpart sem fastheldni við forna háttu. En af þessu rótgróna íhaldi leiddi, að þjóðin var föst eða fastari fyrir, stóð föstum fótum í sínu eigin landi. Hún undi kyr á mosaþúfunni heima í sveitinni, við norðurljós og stjörnublik, en elti lítt mýrarljós heims- menningarinnar. En svo var aftur hitt, að sólarljós menn- ingarinnar fékk ógjarna að skína á mosaþúfurnar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.