Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 50
292 Eiríkur Magnússon: IDUNN Því er vissulega ekki svo farið, að ég sjái eftir þess- um tímum og vilji vekja þá upp aftur óbreytta. Slíkt væri hin mesta ósvinna. Þetta voru kyrstöðutímar, en ekki tímar lífrænnar þróunar. En skamt er öfganna milli. Eðlilegt er að þetta íhald fari nokkuð þverrandi er líð- ur, bæði fyrir vaxtarhræringar í þjóðarsálinni sjálfri og fyrir ytri aðköst. Kyrstaðan átti engan rétt til lands og lífs. En um leið og á að rífa þjóðina upp úr mókinu, er farið svo óþyrmilega að, að hveitið fer með illgresinu. Þessir tímar voru varðveitslutímar. íhaldið var að mörgu leyti þjóðlegt íhald. Það vakti yfir þjóðrænum einkenn- um, þjóðrænni menningu, sem óneitanlega var og er fjöregg þjóðarinnar. En skarð brotnaði í virkisvegginn og aðfall og útstreymi fóru þar um. En svo undur margt sogaðist með þeim straumum, sem hefði átt kyrt að liggja, bæði fyrir utan og innan. Þjóðin var rótgróin í miður frjóum jarðvegi. Hann hafði að vísu góð skilyrði til ræktunar, en var Iítt ræktaður. Því fór þjóðinni svo lítið fram. Ef jarðvegurinn er ekki allskostar ákjósanleg- ur, ræsir jarðyrkjumaðurinn hann fram og frjóvgar með áburði. En hann rífur ekki blómin upp með rótum, til að gróðursetja þau í nýjum jarðvegi. En þetta er það, sem hefir orðið að nokkru leyti á umbreytingatímunum. Þjóðin hefir verið rifin upp úr jarðveginum til hálfs og átt að flytja hana í nýjan. En í umstanginu og leitinni að hinum nýja jarðvegi, sem hún á að gróðursetjast í, er henni sú hætta búin, að lífskraftur hennar fjari út. En leiðin er að hreinsa og frjóvga jarðveginn, sem hún á rætur sínar í, svo þar megi hún blómgast og dafna, því í öðrum jarðvegi en sínum eigin, nýtur hún sín al- drei, en verður altaf góugróður að meira eða minna leyti. Eigi er svo, að öll erlend menningaráhrif skuli dæmd og léttvæg fundin. Fjarri fer því; þau hafa einmitt verið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.