Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 53
IÐUNN Gróður jarðar. 295 yrkju á að sökkva í sæ, en Sóley að rísa úr hafi að nýju, þar sem búi vitur, þrekmikil, trúuð þjóð — í sam- ræmi við landið sitt, lífið og eilífðina. Eiríkur Magnússon. Rauða rúmið. Bréf frá deyjandi manni, sem aldrei komst til skila. Eftir Guðbrand Jónsson. Þetta er ekki saga af sjálfum mér, og ég er ekki annað við hana riðinn en það, að mér hefur verið sögð hún, og að ég er nú að segja hana aptur. Það var gamall skólabróðir minn, læknir í Reykjavík, sem sagði mér hana eina kvöldstund, er við sátum sam- an í rökkrinu við skál af spánarvínum og röbbuðum um margt, sem á daga okkar hafði drifið. Og söguna set ég hér með hans eigin orðum. Þú manst óefað eptir honum Eyvindi gamla ]ónssyni, sem dó hérna fyrir nokkrum árum, en sjálfsagt hefur þú ekki þekt hann. Hann hatði verið erlendis milli fjöru- tíu og fimtíu ár, en kom heim það haust, og ætlaði að setjast hér að. Skömmu eptir að hann kom, veiktist karlinn, og sálaðist upp úr því, svo það er engin furða þó að þú hafir ekki kynst honum. Hann var orðinn öll- um gleymdur hér þegar hann kom heim, og honum auðnaðist ekki að lifa nógu lengi til þess, að kynnast

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.