Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 54
296 Guðbrandur Jónsson: IÐUNN hér aptur. Enda er ég alveg óviss í því, hvort hann hefði getað toilað hér þó hann hefði ekki dáið, til þess var æfintýralundin of rík í honum þó hann væri nær áttræðu en sjötugu. Mestan part æfi sinnar hafði hann verið heimshornamaður. Æfi hans hafði runnið fram á járnbrautarhjólum. Eg, sem þó hefi komið víðar en flestir, hefi ekki komið jafnvíða og karlinn. Og hvernig í dauð- anum hefði getað verið við því að búast, að hann gæti farið að hafa sig hægan eptir alt það flakk. En nú skal ég segja þér hvernig ég kyntist honum, því það var með dálítið öðru móti en venja er til. Það var fyrir nokkuð mörgum árum, að ég var á ferð frá Lundúnum til Vínar. Eg fór um Vliessingen, yfir Holland, og inn tii Þýzkalands hjá Oldenzaal-Rheine, en þaðan til Osnabriick, og svo suður yfir Frankfurt am Main, þó að það væri ekki skemsta leiðin. Eg man nú ekkert um það lengur hvernig á því stóð, að ég fór stfona. En hitt man ég, að ég hafði úr litlu að spila, og fór því á þriðja farrými, en sneyddi hjá hraðlest- unum til að spara, því þær eru dýrari eins og þú veist. Ef ég staldraði einhversstaðar við, gjörði ég það á dag- inn, en á nælurnar ferðaðist ég áfram. Eg sparaði með því gistingarkostnað. Og þetta ferðalag bagaði mig ekk- ert, því ég get sofið eins og í bezta rúmi, ef ég næ í hornsæti í járnbrautarklefa; ég rumska að eins Iítilsháttar er lestin nemur staðar á leiðinni. Þegar ég í þetta sinn var að fara suður eptir Vestfölum um nóttina, vildi svo til, að ég var að staðaldri einn í klefanum, svo að ég gat lagst endilangur á bekkinn. Eg svaf því óvenju vel. Þegar liðið var fram á þriðja tímann hrökk ég samt upp við það, að lestin nam staðar. Eg hafði sofið frá því ldukkan eitthvað 9 um kvöldið, og var því afþreytt- ur og glaðvaknaði. Eg leit sem snöggvast út, og sá að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.