Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 58
300 Guðbrandur Jónsson: IÐUNN fanst hálfgert ég kannast við hann, en gat þó ekki vkomið honum fyrir mig. Svo leit hann upp, og brosti eins og í leiðslu. Það var Eyvindur Jónsson. Eg varð hissa. Eg hafði flækst víða eins og þessi maður og þó aldrei rekist á hann fyrri en um daginn. Báðir héldum við þá áfram flakkinu, og rákumst þó svona á aptur. Það var engu líkara en að við værum tveir korktappar, sem flytum á læk, fyrst langt hver frá öðrum, en lentum svo alt í einu í sömu hringiðu, sem sveiflaði okkur fyrst saman og síðan sundur, og svo saman enn á ný. Eyvindur gamli byrjaði straks að tala: »SæIir! Sjáið þér til, ég óskaði að við sæumst aptur. Og tilviljunin gjörir alt, sem maður vill láta hana gjöra. Maður er sjálfur tilviljunin án þess að vita minstu vit- und af því, skal ég segja yður«. Og karl hélt áfram að tala stanzlaust eins og fyr. Það var auðfundið að hann naut þess að heyra sig tala. En það var ekki efnið, sem hann hafði mætur á, það var málið — kliður málsins. — Eg þagði til að spilla ekki ánægju gamla mannsins, en fór að velta því fyrir mér hvaða gleði hann gæti haft af því, að heyra íslenzku- kliðinn til sjálfs sín. Skyldi hann langa heim, þennan gamla útlaga? Eg gat ekki lengur á mér setið að grípa fram í fyrir honum. »Langar yður aldrei heim?« spurði ég. Hann þagnaði stundarkorn, og hélt svo áfram, og það var eins og málvélarblærinn á talinu yrði enn meiri. »Langar, spyrjið þér! En að langa er ekki annað en að vilja skipta um óánægjuefni. Og yður að segja er mér farið að vera alveg sama um það, með hvað ég er óánægður«, anzaði k2rl, og lét árstrauminn renna aptur.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.