Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Síða 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Síða 58
300 Guðbrandur Jónsson: IÐUNN fanst hálfgert ég kannast við hann, en gat þó ekki vkomið honum fyrir mig. Svo leit hann upp, og brosti eins og í leiðslu. Það var Eyvindur Jónsson. Eg varð hissa. Eg hafði flækst víða eins og þessi maður og þó aldrei rekist á hann fyrri en um daginn. Báðir héldum við þá áfram flakkinu, og rákumst þó svona á aptur. Það var engu líkara en að við værum tveir korktappar, sem flytum á læk, fyrst langt hver frá öðrum, en lentum svo alt í einu í sömu hringiðu, sem sveiflaði okkur fyrst saman og síðan sundur, og svo saman enn á ný. Eyvindur gamli byrjaði straks að tala: »SæIir! Sjáið þér til, ég óskaði að við sæumst aptur. Og tilviljunin gjörir alt, sem maður vill láta hana gjöra. Maður er sjálfur tilviljunin án þess að vita minstu vit- und af því, skal ég segja yður«. Og karl hélt áfram að tala stanzlaust eins og fyr. Það var auðfundið að hann naut þess að heyra sig tala. En það var ekki efnið, sem hann hafði mætur á, það var málið — kliður málsins. — Eg þagði til að spilla ekki ánægju gamla mannsins, en fór að velta því fyrir mér hvaða gleði hann gæti haft af því, að heyra íslenzku- kliðinn til sjálfs sín. Skyldi hann langa heim, þennan gamla útlaga? Eg gat ekki lengur á mér setið að grípa fram í fyrir honum. »Langar yður aldrei heim?« spurði ég. Hann þagnaði stundarkorn, og hélt svo áfram, og það var eins og málvélarblærinn á talinu yrði enn meiri. »Langar, spyrjið þér! En að langa er ekki annað en að vilja skipta um óánægjuefni. Og yður að segja er mér farið að vera alveg sama um það, með hvað ég er óánægður«, anzaði k2rl, og lét árstrauminn renna aptur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.