Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 64
306 Guðbrandur Jónsson: IÐUNN Gamli maðurinn fann þetta, því hann leit brosandi ýmist á mig eða rúmið. »En ég veit ekki hvernig því er varið, að mér líkar ekki liturinn. Mér finst hann ætti að vera annar, en veit þó ekki hvernig«. Hann lagði undir flatt og virti aptur rúmið fyrir sér. Þetta var hverju orði sannara. Mér fór alveg eins og Eyvindi gamla, mér þótti liturinn spilla, en vissi ekki hvað myndi fara skárst. »Það er alveg satt, sem þér segið«, anzaði ég »og svo er það hjónarúm*. »Hjónarúm? ]á, það er víst hjónarúm*, sagði gamli maðurinn eins og úti á þekju, en hann stokkroðnaði um leið. Ég veitti þessu eptirtekt, og mér flaug í hug hvort Eyvindur gamli hefði ekki liðið eitthvert skipbrot á þeim sjó, og var nógu ónærgætinn til að spyrja. »Eruð þér kvongaður?« »Kvongaður?« át gamli maðurinn eptir og þagði svo. Ég þagði líka, því ég fann að ég myndi hafa gerst nærgöngulli en góðu hófi gegndi. »Kvongaður spurðuð þér«, hóf Eyvindur aptur máls. »Nei, eiginlega ekki, en ég hefði getað verið það, ef tilviljunin —; það er að segja ég sjálfur — hefði ekki rekið fyrir það fætur«. Svo brá ég af þessu tali, sem bersýnilega var gamla manninum óhentugl, og beygði inn á aðra götu. »Eigið þér enga vini?« spurði ég, »V/ini? Nei, ég á enga vini, ekkert nema kunningja, tilviljunin hefur valdið því. Það væri þá helzt Grímur prófessor stéttarbróðir yðar«, anzaði hann. Við slitum svo talinu og kvöddumst, en Eyvindur gleymdi því ekki, að segja mér það þegar ég stóð í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.