Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 65
IDUNN
Rauða rúmið.
307
dyrunum, að við myndurn sjást aptur. — — — — —
— — Það liðu nokkrir mánuðir. Ég hitti Eyvind gamla
altaf við og við, en hann heimsókti mig aldrei. Cg mér
fanst einhvern veginn að dagarnir myndu líða fyrir hon-
um eins og hvorki hann eða þeir væru til.
Ég rakst stöku sinnum á Grím prófessor þegar hann
özlaði um bæinn kominn að fótum fram. Hvort það var
af ást til starfsins, eða til lífsins veit ég ekki. En fram
á síðasta dag æfinnar gekk hann milli sjúklinga elliær
og ellimóður.
Ég reyndi stundum að spyrja hann um Eyvind.
»0 já, hann er nú loksins kominn heim«, var altaf
svarið. Það var alt, sem ég fekk upp úr honum.
Svo lagðist Eyvindur gamli veikur á þorranum. Það
var krabbi, sem að honum gekk, og var ekkert fyrir
höndum hans nema síðasta ferðin.
Ég gekk til hans á hverjum degi. Hann þjáðist afar-
mikið, en aldrei spurði hann mig neitt um sjúkdóm
sinn. Grímur prófessor vitjaði hans í því skyni.
Eyvindur vissi að dauðinn var fyrir stafni, og hann
var orðinn þreyttur að bíða hans. Ég fann það á sam-
tali, sem ég átti við hann rúmri viku áður en hann dó.
Ég sat á stól við rúmið hans, og við höfðum verið
að rabba um daginn og veginn. Grímur hafði látið hann
hafa deyfandi meðöl, svo að hann fann lítið til þjáninga
í bili, en hinsvegar var hann daufari og málskrafsminni
en hann var vanur, og hann strauk eins og í leiðslu
höndunum mjúklega um rúmstokkana, eins og hann væri
að kjassa þá — það var stóra, eikarmálaða rúmið, sem
hann hafði keypt í örkinni hans Nóa.
»Ég kann vel við mig í þessu rúmi, enda mun mér varla
verða auðið að komast úr því lifandi. En ég er vanur
fljótari ferðum, og mér finnast hjólin undir lestinni aldrei