Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 68
310 Guðbrandur Jónsson: IÐUNN Svo fór ég að halda loforðið, sem ég hafði gefið honum kvöldinu áður. Ég leitaði og fann ekkert nema nokkrar enskar skáldsögur. í rúminu hjá Eyvindi rakst ég þó á það, sem ég var að leita að, og hann óefað vildi láta mig finna. Það var bréf, sem var ólokið við. Hann hafði bersýnilega verið að skrifa það, þegar síðasti höfginn seig á hann, því að því lýkur í miðjum klíðum, og síðustu orðin eru nær ólesandi. Hérna er bréfið, ég skal lesa það fyrir þig, og þar með er saga Eyvindar sögð. Hann hefur átt bágt með að byrja bréfið, fyrirsögnin hefur staðið í honum. Hann hefur fyrst skrifað: »Frú Fríða Björnsdóttir«, en strikað það út, svo »háttvirta frú«, »kæra frú«, »Fríða«, en alt farið á sömu leið. Loks hefur hann dottið ofan á það, sem honum líkaði: Elskulega Fríða mín! Eg býst við að þig muni furða á því, að eg nú — einmitt nú — eptir öll þessi gleymskunnar ár skuli láta mér detta í hug að fara að skrifa þér, ekkert vitandi hvort þú ert lífs eða liðin, eða hvar þú býrð, og þó langsízt hvort þú sérð þessar línur, enda gjörir það ekkert til, því ég býst við því, að ég sé að skrifa mér, en ekki þér til hugarhægðar. Og þú ferð vafalaust að spyrja sjálfa þig hvað geti valdið því, að ég nú minnist þín eptir þau 50 ár hugsunarleysisins, sem liðin eru síð- an ég fór frá þér, og það er ekki nema von. En það kom fyrir mig eitt af þessum mörgu viðvikum lífsins, sem þeir, sem ekki eru við málið riðnir, kalla skrítin, en hinir, sem þau vita að, kallá átakanleg, og það vakti mig af draumi. Það brúaði gljúfur í lífi mínu, svo djúpt að augað varla grillir það, sem í því er. Manst þú eptir dansleiknum, þar sem við sáumst fyrst, — það var áður

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.