Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 69
IDUNN
Rauða rúmið.
311
en Reykjavík var orðin borg, en það hefur hún nú verið
lengi, og þó man ég það einsog það hefði verið að
gjörast áðan, enda var dansleikur bæjarviðburður í þá
daga. Ég man það svo vel hvernig við drógumst hvort
að öðru. Þú dansaðir, en ég ekki, og þó fóru svo leik-
ar að þú sazt á tali við mig hálfa nóttina. Og manstu
eptir bréfinu, sem ég skrifaði þér daginn eptir, við brend-
um því þegar leiðir okkar lágu sundur, og þó get ég
séð það fyrir mér enn, pappírinn, hvern stafdrátt, og ég
kann bréfið utanbókar. Það voru um þær mundir mikil
umbrot í mér. Ég fann með sjálfum mér afl til að af-
reka mikið. Ég hafði til þess viljann, en mig vantaði til
þess aðstöðuna. Og tilviljunin — ég sjálfur — gat ekki
skapað hana. Tilviljunina — það er mig — vantaði skap til
þess, ég veit það nú, þó að ég tryði því ekki þá. Hefði
ég vitað það, hefði alt farið á annan veg. Ég barðist
um á hæl og hnakka til að koma mér við. Það var
orusta milli skapgerðar minnar annars vegar og hæfi-
leika minna og framgirni hins vegar. Og ég veit það
fyrst núna að skapgerðin hafði betur, og hlaut að hafa
betur. Nú fyrst finn ég að ég er sigraður, og að ég
hef altaf verið sigraður frá öndverðu. Mér hefur þangað
til nú fundist ég vera ungur eins og ég var þegar við
hittumst, og mér hefur hingað til fundist ég vera að
berjast til að koma mér við. En nú veit ég að það voru
fjörkippir máttleysingjans, sem liggur undir kné sigur-
vegarans. Og því er liðin æfi mín eins og draumur —
afaróljós — að það voru ósjálfráðir kippir, en ekki sjálf-
ráð átök. Það var æfi, þar sem ekkert gerðist, þó að ég
lýgi því að sjálfum mér, að hún væri óslitin keðja af merk-
isviðburðum. Og þegar ég breytti til, og þóttist setja nýjan
grundvöll undir mig til nýrrar baráttu, þá var það
blekking ein. I raun réttri var það ekki annað, en að ég