Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 73
ÍÐUNN Rauða rúmið. 315 orðinn gamalmenni. Svo lofaði hann að færa mér það, sem með þyrfti, í dag. Eg er að bíða eptir honum, og ég ætla að hætta við bréfið þangað til hann er búinn að koma hér. — — — — — — — — — — — — — — Grímur er búinn að vera hjá mér, og hann fékk mér það, sem hann hafði lofað. Um leið og hann fór sagði hann: »En hvað heldur þú að taki við hinu megin?« Eg tók inn skamtinn, sem hann hafði fengið mér, og fór að velta fyrir mér spurningunni, sem hann lagði fyrir mig. Ég veit ekkert um það hvað við tekur, en sé það svo, að ég komi fyrir einhvern dóm — fyrir dómstól guðs, þá skilst mér að guð muni segja við mig: »Heyrðu Eyvindur Jónsson! Þér var fengið vit, og þér voru fengnir hæfileikar, og þér hefur það alt að engu orðið. Þú hefur verið vondur maður og illur«. En þá mun ég þar til svara: »Skapari minn! Það er satt að þú gafst mér þessi gæði er þú skópst mig af engu, og að því leyti gjörðir þú mig vel, og að því leyti lofar verkið meistarann. En einhverra orsaka vegna varð smíð- in á mér að öðru leyti harla óvönduð hjá þér, og þú gleymd- ir alveg að láta í mig nothæfar tilfæringar til að koma hinum góðu gjöfum þínum við. Þér fór eins og víngerð- armanninum, sem býr til dýrðlegan safa, en enga fyrir- hyggju hefur haft fyrir ílátum undir hann, og geymir hann svo í vandræðum sínum á pappírspokum*. Og ef guð ekki neitar því að hafa skapað mig, — en þá vísa ég honum um ábyrgð til þess, sem það hefur gjört, — þá veit ég að fer fyrir honum eins og listamanni, sem mistekist hefur myndasmíð. Hann tekur myndina missmíðuðu í hönd sér, virðir hana fyrir sér, sér það fagra í henni og setur hana síðan upp á hillu, þar sem hún geymist í friði — algjörðum friði gleymskunnar. Svo tekur hann aptur leir í hönd, mótar upp aptur það, sem fagurt og gott

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.