Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 79
IÐUNN Ritsjá. 321 Ásgeir Magnússon: Vetrarbraut. Reykjavík 1926. Um stjörnufræði hefir fátt verið ritað á íslensku. Og að þessu hefir engin handhæg bók verið til, handa skólum og alþýðu manna, er gæfi undirstöðuatriðin í þeirri fræðigrein. Með þessu riti er bætt úr þeim skorti. Bók þessi lætur lítið yf‘r sér, en fljótlega er tekið er að blaða í henni verður maður þess var, að þar er miklu efni þjappað saman. Höf. gerir sér far um að segja alt ! sem fæstum orðum; lesandinn finnur að þar er hverl orð vegið, engri setningu ofaukið. A bak við þessa bók hlýtur að liggja geisimikil vinna, þótt hún sé ekki stór. Höf. er sjálfmentaður, en mun þó manna margfróðastur um þessi efni hér á landi. Mun hann og snemma hafa tekið ástfóstri við stjörnufræðina. Hann hefir kynt sér fjölda erlendra rita um þau efni og er því ekki að efa, að hann í öllu byggir á nýjustu niðurstöðum vísindanna. Annars er ég ekki fær um að dæma um vísindaiegt gildi bókarinnar. En hift get ég sagt, að ég hefi lesið hana mér til mikillar ánægju. Hún er ljóst og skipulega samin, fróðleg og skemtileg, skrifuð á látlausu en undrafögru máli. Hún virðist hafa öll skilyrði til að verða vinsæl alþýðubók. Þá er og ekki líklegt að skólarnir gangi fram hjá henni með öllu, hvorki alþýðuskólar né æðri skólar. Fátt mun betur fallið til að lyfta askloki þröngsýni og sérgæðingsháttar af höfði heimaln- ingsins en það, að gefa honum tækifæri að skygnast út í himin- geiminn. Fred Henderson: Rök jafnaðarstefnunnar. Vngvi Jóhannes- son íslenzkaði. Rvík 1926. Sem ákveðin pólitísk hreyfing er jafnaðarstefnan ekki svo ýkja gömul. En vöxtur hennar og viðgangur hefir verið hraður og mikill, ekki síst á seinni árum. Engin stjórnmálastefna hefir valdið annari eins ólgu í þjóðfélögunum, um enga stefnu hefir staðið jafnmikill styr eins og hana. A fáum áratugum hefir hún eflst og magnast svo undrum sætir. Til að byrja með óljós draumsjón ein- stakra manna, sem í almenningsálitinu stóðu eitthvað ulanhalt við veruleikann og sem enginn tók alvarlega. Síðan vopn, er óánægðir æsingamenn notuðu til að afvegaleiða sauðheimskan almúgann með, og sem helst vakti athlægi virðulegra oddborgara, eða í hæsta Iagi gremju. Og nú ákveðin og öflug stjórnmálastefna, vel undirbygð

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.