Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 8
318 Skáldsögur og ástir. iðunn þegar haldið er fram, að aðalrökin sé að finna í mein- læta-stefmi forystumanna fornkirkjunnar annars vegar og riddaramensku miðaldanna hins vegar. Að aninsta kosti má fullyrða, að leifar af hvoru tveggja séu finnan- iegar í hugmyndaheimi vorum alt til pessa dags. Vestrænn heimur hefir aldrei getað losað sig að fullu við pá hugsun, að yfirsjónir í sambandi við kyn- ferðishvatir væru öðrum syndum alvarlegri og ófyrir- gefaniegri. Hér er ekki tækifæri til pess að skýra frá, með hve miklu afli sú hugsun var keyrð inn í huga pjóðanna endur fyrir löngu. Hitt vita fiestir, að nagi- inn er ekki nema hálflaus enn. Enn í dag táknar orðið „siðferði“ í margra munni fyrst og fremst af- stöðu manna til pessara hvata. En saman við ótta manna við brot á fyrirmælum um pessi efni blandast á miðöldunum hið rómantískasta dálæti og dýrkun á konunni. Trúbadorarnir lögðu í raun og veru alt kapp á að sanna, að konan væri ekki kona, heldur engill- Riddaratíminn er samfeldur vitnisburður um, hvert leiða má mennina með aimennum, sérhæfðum hugtökum, sem enginn gætir að, livort eigi sér nokkra stoð í veru- leikanum. Með orðum eins og „drottinhollusta", „ridd- arasæmd“, „konungur minn“ og „hin sanna trú“ mátti teyma menn fagnandi út í dauða og hörmungar. Og ekki var orðið „kona“ máttarminst. Með glófann af einhverri pessari undraveru festan í hjálmskúfinn varð hver byrði létt, hvert ok inndælt og hver vegur stráður blómum, pótt öðrum mætti virðast hann pakinn dauð- um mannabúkum og hvers kyns ófögnuði. Riddaramenskan hefir verið með furðulega góðu lífi> hvað pietta snertir, alt frarn undir síðustu tíma. SkáJd- sögur og kvæði og annar vitnisburður um hugsanalíf manna fram undir síðustu tíma bera pað með sér, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.