Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 9
I.ÐUNN Skáldsögur og ástir. 319 xnenn hafa ekki losað sig við pá hugsun, að konan væri að öllum jafnaði bæði dularfyllri og göfugri vera en karhnaðurinn. Draumar manna u:m manngöfgi og karlniannlegar hugsjónir hafa fléttast mjög náið saman viö liugmyndir jieirra um dularfuHa, andliega og líkamilega prýði konunnar. Af þessu hefir vafalaust margt Jiað sprottið, sem veglegast hefir verið int af hendi af gervilegustu mönnum síðustu mannsaldra. Trúin á gildi ástarinnar hefir borið rnjög ríkufega ávexti. En jafnframt Jiessu hefir mikið lifað eftir af hinum fornu meinlætahugmyndumi um óhrjáleika og ófegurð hins líkamilega aðdráttarafls milli manns og konu. En Jiar sem forsjónin hafði ekki séð betur en svo fyrir Jiessum hlutum, að hinna andlegu verðmæta ástar- innar varð eigi verulega notið niema hitt fylgdi með, Jiá hefir Jieirri miðlun verið komið á í almenningsáliti og dómum, að ástin skyldi teljast verðmæt, pegar hún væri „dygðug ást“, ]). e. ástríðunum lialdið innan veggja hjúskapar og annara hollra fyrirmæla. Þrátt fyrir almenna trú á gildi ástarinnar, Jiá hefir tiilfinn- ingunum verið skorinn mjög Jiröngur stakkur, og al- varleg víti við lögð, ef út af hefir verið brugðið. Það er upp úr Jiessu andrúmslofti sem hin magn- tnesta trú á ástina, er nokkru sinni hefir verið í heim- inum, hefir dafnað. Menn hafa efast um alt nema hana. Menn hafa aflað sér nýrra hugmynda mn sköpun heims- ins, um stjórn heimsins, um endalok heimsins, um guð', menn, dýr og dauða náttúru, en trúin á gildi ástarinnaT) hefir staðið eins og klettur í hafróti hugmyndanna. Menn hafa ekki eingöngu verið sammála um, að far- sældin væri fyrst og fremst fólgin í ástinni, heldur fyndi sálarlíf manna ekki fylling sína fyr en Jiessar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.