Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 13
JÐUNN Skáldsögur og ástir. 323 TTiilli manna, sean þó lifa samtímis og eru sömu þjóðar. Ég Ias bókina jafnskjótt og eintak hafði af tilviljun borist hingað, og mér hvarflaði í hug við lok lesturs- ins, að ekki væri ólíklegt, að framtakssamar íslenzkar konur sendu höfundinum þakkarávarp fyrir bókina. En nú virðist svo, að það sé einkum kvenþjóðin, sem hellir úr skálum reiði sinnar í stáð þess að votta þakk- læti sitt. Og þó held ég, að þessi misskilningur sé ekki tilefn- islaus eða stafi eingöngu af sljóieika. Svo hefir viljað til, að ég hefi lesið töJuvert af skáldskap eftir íslenzk- ar konur undanfarið. Eitt yrkisefni er yfirgnæfandi. Langsamlega mest er ort um óhamingjusamar ástir, um miskunnarlaus örlög eða ástæður, er hnupli frá konunni hamingju ástarinnar. Fyrir því virtist ekki óeölilegt, að þessar söm.u konur tækju með samúð við riti, sem fjallaði um baráttu frægrar stúlku í sögu vorri fyrir ást sinni við ofurefli — drottnunargjarnan föður og rangsnúið aldarfar. En það hefir farið töluvert á annan veg. Viðtöikurnar hafa ekki verið þakklæti, heldur alvarleg gremja. Og að öllu samanLagöu má segja, að gremjan stafi aðallega af einu. Hún stafar af því, að höfundurinn skyldi ekki láta Daða fleka Ragnheidi. Ef sagan hefði verið samin um þessa þungamiðju, að sakleysið hefði verið látið vélast af karlmanni, þá hefði henni verið vel tekið. Þetta er vissulega eftirtektarvert atriði. Kvenfólk hugsar áreiðanlega eins mikið um og lifir og hrærist, í ástamálum eins og karlmenn, en þó er þeim mjög nauðugt að kannast við það fyrir sjálfum sér, að kven- maðurinn sé kynferðileg vera. En Kamban er sannfærður um þaö. Bók hans ber það enn fremur með sér, að hann er alvarlega trúaður

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.