Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 15
3ÐUNN Skáldsögur og ástir. 325 ástalíf henniar verður ekki nema hálfvelgja og óveru- leiki, nema hún veiti útrás þeim líkamlegu hvötum, sem samfélagi manns og konu eru eiginiegar. Prátt fyrir alla sefjun tíðarandans um þessi efni, er henni ókleift að finna til blygðunar yfir tilfinningum sínum, og hún hefir til að bera nægilegt stolt og höfðingsskap til þess að hlýða uppiagi sínu, í stað þess að skipa iífi sínu samikvæmt utan að komandi öfium. Peir, sem óánægðir hafa verið við höfundinn, segja, að hiann hafi lýst vergjarnri konu. Sú umsögn er með öllu heimildariaus. Höfundurinn hefir beiniínis ieiðbeint þeim, sem kynnu að láta nýstárlega mannlýsingu villa sér sýn, mieð því að draga upp fyrir þeim mynd af vergjarnri stúliku til samanburðar, þar sem er vinnu- konan í tígi við staðarprestinn. En megnið af gagnrýn- inni á bóikinni ber það mieð sér, að rnenn eiga afar- erfitt með að sætta sig við neinar lýsingar á ástasam- bandi, sem ekki hvílir yfir rómantísk slæða. „Hann hlífir okkur ekki einu sinni við hrotunum í Daða!" hefir verið sagt. En hverja skyidu bar höf. tii þess að hlífia lesandanum jafnvel við hrotunum? Honum bar einmitt sikyldu til hins gagnstæða. Hann er að leitast við að láta mann fá veður af mætti dásaimlegra hvatia, sem öl-lu sópa til hliðar — jafnvel e&tetískri viðkvæmni þeirra, sem ekki falla hrotur. Hér hefir verið ritað svo tiltölulega langt mál um þessa einu bók sökum þesis, að hún er mjög myndarlegt sýnishorn af sérstökum skilningi á ástinni, sem mikið ber á hjá sumum ágætum rithöfundum víðs vegar um lönd. Þessir menn líta fyrst og fremst idealistiskum augum á þetta fyrirbrigði mannlegs lífs, og stíll þeirra er hitaður upp af trúnni á frjómagn ástarinnar fyrir líf mannanna.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.