Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 58
368 Höfundur Robinsons Crusoes. iðunn (Hinn sann-borni Englendingur), 1701. Er það hvöss ádeila á andstæðinga Vilhjálms konungs þriöja, sem þá réð ríkjum á Englandi, en þeir fundu honum það til foráttu, að hann var erlendur að uppruna, Niðurlend- ingur. Fanst Defoe það sitja illa á enskum mönnuinn sem sjálfir væru hinir mestu kynblendingar, að amast við útlendingum. Kvæði petta er eigi neitt meistara- verk, en ágætir sprettir eru í pví, og pað hitti markið. Að sögn höfundarins seldust áttatíu púsund af pví á strætum Lundúnaborgar, og pað aflaði honum konungs- hylli í svdp. 1 sambandi við umrætt kvæði Defoes, sem er árás á pjóðarhroka og pröngsýni, má geta pess, aö hann virð- ist hafa átt hugarfar hins sanna heimsborgara í alíríkum mæli. Hann er umburðarlyndur og harla sanngjarn í dómum sínum um útlendinga, nema um Portúgalsmenn; peir eiga ekki upp á háborðið hjá honum, hvað sem veldur. Umburðarlyndi hans ríær einnig til andstæðinga hans í skoðunum. Defoe ritaði firnin öll af flugritum um ýms efni: —• trúmál, stjórnmál og ekki sízt siðferðismálin. Hann ræðst ómjúklega á siðleysi, blót og ragn og drykkju- skap samtíðar sinnar. En honum fór sem mörgum öðr- um sannleiks-segjendum að fornu og nýju; hann hlaut vanþakklæti og árásir að launum fyrir umbóta-áhugann. Flest flugrit Defoes voru dægurflugur og eru sokkin í gleymsku. Eitt peirra er samt 'löngu víðfrægt orðið, hið bráðsnjalla háðrit hans: The Shortest Wcnj With Dissenters (Greiðasta meðferð á sértrúarmönnum), 1702. Eins og bent hefir verið á, pá var höfundurinn sértrúar- maður, en hér talar hann í anda hinna römmustu há- kirkjumanna og hvetur til að uppræta alla sértrúar- rnenn. í raun og veru er petta hið bitrasta háð upp u

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.