Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 63
flÐUNN
Höfundur Robinsons Crusoes.
373
um dvöl söguhetjunnar á eyðieynni, hin áhrifamikla
lýsing á baráttu máttarlítils og einmana manns gegn
miskunnarlausum og máttugum öflum náttúrunnar. Sú
saga vekur bergmál í hjörtum yngri og eldri alls staðar
á bygðu bóli, eigi sízt sökum pess, að höfundurinn
átti svo ríkulega hæfileikann til að setja sig í annars,
spor og Iíta á lífið með hans augum. Við Robinson
eiga orð skáldsins:
„Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur." St. G. St.
Robinson er frumbyggjnn; hann er táknmynd mann-
kynsins á frumstigi proska |>ess, þegar einstaklingur
hver var að mestu leyti sjálfum sér alt, áður en menn
mynduðu j)jóðfélagsheildir og skiftu verkum með sér.
Hinn frægi ritdómari Hettner hafði rétt að mæla: „I
Robinson er brugðið upp fyrir oss þeirri mynd, sem
svo er stórkostleg og voldug, að vér enn |)á einu sinni
lítum j)ar yfir hina smávaxandi, eðlilegu framför mann-
kynsims og sjáum hana í skýru ljósi.“
Og fyrir [>á sök, að Defoe reynir ekki til að gera úr
Robinson annað en j)að, sem hann er: óbreyttur al-
Iiýðumaður, .gæddur meðal-hæfileikum, talar saga hans
>enn kröftuglegar til tilfinninga alls [)orra manna. Og'-
svo lifandi eru lýsingarnar á kjörum hans, að lesandinn
verður eitt með söguhetjunni. „Hvað mundi ég nú
gera í sporum Robinsons?" Þannig spyrja menn. Og
fullir eftirvæntingar og samúðar fylgja jieir honum i
spor: örvænta með honum, í skipbrotinu, undrast með
honunt og óttast yfir sporunum í sandinum, en
hvergi á sagan meira áhrifamagn, — og fagna með
■honum yfir hinum nýja félaga.