Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 65
IÐUNN Heilabrot. 375 er-pað, að hann lætur erkibófa sína jafnan gera iðrun. og yfirbót í sögulok. Hann ritaði um þá öðrum til varnaðar. En látum siðfræðarann Defoe, sem vissuiega vann margt til þarfa, hvíla í fiiði. Ritsnillingurinn Defoe lifir í Robinson Crusoe. Og það er hann, sem menn minnast með þakkarhug víða um heim á þessu ári. Heilabrot. 1 vetrarmyrkri vorsins sól vér þráum. í vorsins geislum rökkurs töfra skiljum. Hlotin gæði harla sjaldan viljum. Hæsta marki lífs vér aldrei náum. Sumir trúa’ á fylling fyrirheita. Flestum verður örðug leið án trúar. Aðrir segja: — Rannsókn raunsæ brúar rokýfð höf, sem fararleyfis neita. Oft í hilling hafs við brún vér eygjum hallir þær, sem ráðning draumsins geyma. Við lukta múra lífsins æðri heima liggur þekking vor í dauðateygjum. Enginn hefir enn þá séð þá lykla, er opni hurðir þær, sem tálmun valda. Sólin skín á sögu þúsund alda; sólin, — hún er skuggi ljóssins mikla. Bödvar frá HnífsdaL

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.