Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 70
380
Trúarbrögð og kristindóinur.
iðunn
til sálræn lögmál, sem virðast vera hin söniu hjá öllum
mannlegum verum, líkt og náttúrulögin eru gildandi
hvar sem er í hinni ytri náttúru. Maðurinn er fyrst og
fremst maður, hvar sem hann býr og hver sem kjör
hans eru. i öðru lagi er hann félagsvera, svo að ekki
verður komist hjá gagnkvæmum áhrifum milli einstak-
linganna. Þjóðar- og lands-venjur, flokksbönd, sameig-
iniegt uppeldi og hagsmunir eða kynni uið einn og
hinn sama sterkan persónuleika — alt þetta veldur pví,
að hugsun manna og hneigðir hniga mikið til í sömiu
megin-áttir og pær leiðir, sem trúarleg hrifning brýtui'
sér fram, veröa þær sömu hjá stórum hópum i senn,
þrátt fyrir alla fjölbreytnina. Það er þetta, sem sikapað
hefdr trúarbragðaflokka og kirkjufélög.
Það iiggur í hlutarins eðli, að hugsun, tilbeiðsia og
hrifning hlýtur að eiga sér einhver ytri form í orðum
og athöfnum, en þau geta engan veginn orðið hin sömu
hjá öllum einstaklingum eða á öllum tímum. Þó er það
algengt í trúarbragðasögunni, að leitast sé við að-
skorða religion manna í vissar stellingar og inarka
hrifninni ákveðna línu, sem hvergi megi víkja frá. Pá
kemur kreddutrúin fram á sjónarsviðið, þessi erkifjandi
frjálsrar hugsunar og lifandi trúar. Það er hún ein,
sem séra G. B. heiðrar með nafninu trúarbrögð, þvert
ofhn í málvenjuna og, að því er mér virðist, í andstöðu
við rétta hugsun. Þessu til skýringar er hentugt að virða
fyrir sér annan ríkan þátt manneðlisins, sem er ásta-
lífið. Lifandi hjónaást getur steinrunnið og orðið — ef
ég má komast svo að orði — bæði „doginatisk" og
„orþodoks". Þá er hrifningin dvinuð og frjó hugsun að
mestu horfin, en maður og kona hafa höggvið sér til
ákveðna mynd af æruverðugri hjónasambúð með ytri
siðareglum og hnitmiðuðu hátterni við öll helztu tæki-