Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 83
toUNN Trúarbrögð og kristindómur. 393 leysa. Líklega er það eins um þetta. Eí ég bið mann að flytja skilaboð í orði og verki, og alt kemur á aftur,- fótunum, þá er ástæðan sú, að sendimaðurinn er ófull- kominn. Verði nú einhver var við þetta og telji boðin í sjálfu sér mikilvæg, á hann þá að segja við sendimann- inn: „Úr því að þú ert klaufi að flytja erindL þitt, verð- ur það engum að gagni. Það er því bezt að vita, hvort annar boðskapur dugar ekki betur.“ Vsexi ekki öllu rök- réttara háttalag að hjálpa sendimanninum að bera þarft og nauðsynlegt erindi rétt og faguriega og jafnvel að' fá fleiri til aðstoðar. — Mistök kristinnar kirkju er mér ekki sönnun þess, að kristindómurinn sjálfur hafi mist gildi sitt, heldur að hann þurfi æ stehkari, áhugasam- ari og ötulli sendiboða. Vandræði yfirstandandi tíma eru sönnun þess, hverriig fer fyrir þeirri kynslóð, sem leitar ekki fyrst og fremst guðsríkis og hans réttlætiis. Aldrei hefir það sést betur en nú, að gjafir guðs í riki náttúrunnar eru ekki einhlítar til bættra lífskjara, held- ur siðþroski og andleg fullkomnun mannkynsins. 1 Jesú Kristi er æðsta lífshugsjón mannanna fólgin, hið eina, takmark sannrar menningar. Hann er sönmun þesis, hve göfugt líf þessi jörð getur alið þegar á morgni þess dags, sem henni virðist vera ætlaður. Það eina, sem leyst getur vandamál hverrar kynslóðar, er hugarstefna kristinna trúarbragða, því að Kristur er sá persónu- leiki, sem varpar skýrustu ljósi yfir afstöðu mannsinis til frumafls tilverunnar, sem vér kölluim guð. Sé það hneyksli og heimska að halda þessu fram, skal ég kinn- roðalaust lifa og deyja sem hneykslunarmaður og heimskingi. Jakob Jónsson. «ðunn XV. 25

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.