Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 84
IÐUNN Guðagáfan. (Or sænsku.) Guð faðir gekk uin gólf uppi í himni sínum og var fjúk- andi vondur. Hann tugði vindilinn í vægðarlausum ákafa,. og við og við blés hann út úr sér voldugum, blásvörtum reykjarskýjum, sem myrkvuðu sólina. Og hinum minni skýjaklökkum, sem urðu á vegi hans, sparkaði hann út í rúmið í vonzku. Englakórið stritaðist við að æfa nýjasta tízkulagið frá fjölleikahúsum jarðarinnar, en strengjahljómsveitin, sem var meira forfrömuð, skemti sínum himnesku áheyrendum með' einu af tónverkum Offenbachs. Við og við — með löngum millibilum — var barið að dyrum, og ein eða önnur guð- hrædd sál trítlaði inn fyrir himnahliðið og vakti um stuncl forvitna athygli englaskarans. Þarna kom stórkaupmaðurinn,. sem hafði trygt sér eilífa sælu með pví að reisa veglega kirkju handa guðlausum söfnuði á jörðinni. Þarna kom líka hjónabands-miðlarinn, sem hafði kent börnum jarðar- innar að skilja, hvað helvíti er. Þarna kom hin miðaldra jómfrú, með tösku sína og sálmabók, og svo fáeinar sálir aðrar, er sökum rúmleysis hafði ekki verið hægt að taka á móti á hinum staðnum. Frá Sankti-Pétri heyrðist annað veifið hálfkæft, en inni- legt Iilótsyrði, þegar einhver bannsettur bolsivíkinn eða ríkiskirkjupresturinn reyndi að nota sér sjóndepru hins- gamla dyravarðar til að smeygja sér inn fram hjá honum. En Guð faðir sá ekki né heyrði neitt af þessu. Hann var um annað að liugsa. Það voru djúpar hrukkur á enninu á honum, og hann reif sig harkalega í hárið, sem tekið var mjög að þynnast. Hann var að hugsa um vonzku mannanna á jörðinm. Hann hafði skapað mennina í mynd sinni og líkingu, en nú höfðu þeir fundið það út — sem reyndar lá nokluið nærri — að þeir væru afkomendur a|ianna. Hann hafði sent þeim spámenn og postula til að kenna þeim, bvernig.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.