Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 86
iðunn Bækur. Giiömundur Kamban: S k d l h o 11 II- M ala do mestica. Og svo kom þá síðari hluti skáldsögunnar um jómfrú Ragnheiði, og höf. greiðir nú þá örlagaþræði til fullnustu, er hann hóf að rekja í hiíini fyrri bók. „Heimilisböl“ er heitið, sem liann velur bók sinni, og er það réttnefni. Hún fjallar að langmestum hluta um böl það, er meistari Brynjólfur bíður, er eyðast taka draumar hans um frama barna sinna. Svo er að sjá, sem höf. taki þann kost ráðins hugar, að láta allar persónur bókarinnar þjóna undir þann tilgang. Um fyrri hluta þessa rits hefir verið alhnikið ritað og mjög á ýmsa vegu. Fulltrúum yfirstéttarlistar, sem ekki þykir matur í neinu nema kynórum og tilfinningavímu tig- inborinna manna og kvenna, þótti það „fagurt og djúphugs- að skáldverk" (Kr. Alb. í Mgbl.). Aðrir hafa fundið það til foráttu bókinni, að ekki væri nógu trúlega ritað að máli og anda þeirrar aldar, er bókin greinir frá, og óhrjálegar farið með ástamök Daða og Ragnheiðar en ætla mætti um svo fróma öld (dr. Guðbr. Jónsson í Vísi). Ber að virða slíka amasemi, með því að hún er einatt ávöxtur fróm- lyndis og bljúgleika, sem illa þolir skvaldursamt orðbragð um hin innilegri mök manns og konu. En þetta skiftir í sjálfu sér engu máli fyrir aðra en þá, sem skaplyndi og smekk hafa til þess að jagast um slíkt. Höf. þessara lína fann það bókinni til foráttu, að ekki væri svo með málið farið, að það ýtti við áhuga nútímamanna, m. ö. o„ að höf. liefði ekki tekist að skapa örlög, er réttlætti bókargerðina. En þess er skylt að geta, að frásögnin rís öll í síðara hlutanum. Ragnheiður færist í aukana, er sterkari í van- mætti sínum og umkomuleysi en áður í ást sinni og hamingju. Og sama verður reyndar uppi á teningnum um flestar persónur þær, er aftur getur úr fyrra hluta, að þær skýrast, verða skiljanlegri og því geðfeldari. Nema Daði; hann er i rauninni „statisti" og hefir alt af verið.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.