Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 11
ÍÐUNN Leo Tolstoi. 5 ýmsum byltingakenningum, og losnaði hann aldrei við áhrif þeirra. Hann þáði engin embætti eða virðingar- merki af þeim keisurunum, Alexander I. og Nikulási I. — og hann lét ekki berja bændur þá, er hann hafði yfir að ráða; en annars var það títt, að rússneskir aðals- menn legðu þungar líkamlegar refsingar á bændurna, þótt litlar sakir væri um að ræða. Faðir Tolstois unni börnum sínum mikið og vildi, að æskuárin yrði þeim sem fegurst og gæfu þeim í heimanfylgju sem flestar fagrar minningar. Móðir Tolstois var ágæt kona og prýðilegum gáfum gædd. Hún var afar söngvin og sagði svo vel frá, að allir gleymdu stað og stundu, er á hana hlýddu. Mun Tolstoi hafa erft frá henni frásagnargáfuna og sömuleiðis ást sína á hljómlist. Og ásýndum var hann mjög líkur móðurföður sínum. En Tolstoi naut ekki lengi foreldra sinna. Móður sína misti hann, þegar hann var á þriðja árinu, og hann var ekki nema níu ára, þegar faðir hann lézt. Uppeldi hans annaðist aðallega föðursystir hans, kona, er unni honum hugástum, skildi hann vel og sýndi honum hina mestu nærgætni. Honum var snemma veitt kensla í föðurhúsum. Lærði hann þar meðal annars þýzku og frönsku. En ekki þótti honum ganga námið vel. Þá er þeir voru að námi, hann og bræður hans tveir, Sergius og Dimitri, var það dómur kennarans, að Sergius vildi læra og gæti það, Dimitri vildi, en gæti ekki, en Leo hvorki vildi né gæti. Tolstoi hefir skýrt svo frá, að tíu ára gamall hafi hann fyrst orðið þess áskynja, að heimurinn væri stærri en landssvæðið, sem hann sá kringum æskuheimkynni sitt. En þá er augu hans tóku að opnast fyrir því, tók hann að íhuga, hversu honum mundi vegna, er hann kæmi út í heiminn. Sú íhugun vakti hjá honum sjálfs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.