Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 21
IÐUNN Leo Tolstoi. 15 starfaði beinlínis eða óbeinlínis í þágu þróunarinnar. Ollu væri að fara fram. Og þeir bentu á Vesturlanda- menninguna. En hvernig voru áhrif hennar? Þau sáust í lífi yfirstéttanna rússnesku. Og þau voru: iðjuleysi, svall, lífsleiði og allskonar siðleysi. En bændurnir, sem voru minst snortnir af áhrifum Vesturlandamenningar- innar, en áttu við að búa illan kost og andlega og lík- amlega áþján, þeir virtust standa sig bezt í stríði til- verunnar. Var ekki alt einn tilgangslaus glundroði? Var kenning Schopenhauers þá rétt, sú, að lífið væri þjáning og einasta björgun mannkyninu til handa væri sú að sigra lífsviljann, öðlast viljann til að deyja út? Tolstoi spurði og spurði, spurði spekinga Vesturlanda og trúarbragðahöfunda og spámenn Austurlanda. Hann leitaði til kirkjunnar rússnesku — og honum lá við örvílnun, lá við að grípa til þeirra úrræða að svifta sig lífinu. ... En loks þóttist hann eygja í fjallræðu ]esú Krists þá lífsspeki, er veitti lausn vandamálanna. Kjarna þeirrar lífsspeki taldi Tolstoi vera eftirfarandi boðorð: Þú skalt ekki reiðast einum eða neinum. Þú skalt ekki láta girndirnar ráða. Þú skalt ekki láta neinn fá ótakmarkað vald yfir orð- um þínum eða athöfnum (svo að þú neyðist ekki til að gera það, sem ilt er). Þú skalt ekki veita andstöðu því illa, er kemur fram við þig. Elska skaltu óvini þína. Tolstoi hagaði nú sem mest hann mátti afstöðu sinni til alls og allra í samræmi við skilning sinn á þessum boðorðum. Hann sá, að þau stefndu að algerðri sjálfs- afneitun og ótakmarkaðri mildi. Ef þeim var hlýtt, varð allri úlfúð útrýmt úr lífi mannanna. Guð varð því í aug- um Tolstois hið góða í mönnunum og tilverunni allri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.