Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 25
IÐUNN
Leo Tolsloi.
19
hátt gátu fengið. ... En kona hans, sem hafði um ára-
tugi reynst honum bezti félagi og verið fyrirmyndar
húsmóðir og móðir, var því algerlega andstæð, að hann
flytti burt. Lengi vel hafði hann von um að geta snúið
henni á sitt mál, en það tókst ekki. Aftur á móti höfðu
lífsskoðanir hans djúp áhrif á sum af börnum hans.
Loks varð honum lífið á Jasnaja Poljana óþolandi.
Kona hans var tekin að gerast ærið aðsúgsmikil og um
skör fram afskiftasöm um það, er voru algerð einkamál
hans. Flúði hann svo að heiman, nótt eina haustið 1910
— og fám dögum síðar var hann liðið lík. Hann lézt
22. dag nóvembermánaðar árið 1910, 82 ára gamall.
V.
Allir eru sammála um það, að skáldrit Tolstois verði
falin til hins bezta, sem samið hefir verið af skáldskap
í óbundnu máli. En dómarnir munu yfirleitt verða þeir
utu kenningar hans í þjóðfélagsmálum, að þær séu með
öllu óframkvæmanlegar. Má og benda á ósamræmi í
heim, er sýnir ljóslega, að oft hefir meira ráðið hjá
Tolstoi einstrengingslegt ofstæki og geðhrif, en róleg at-
hugun og þekking. í »Kreutzer-sonaten« kemst hann
t- d. svo langt út í öfgarnar, að hann fyrirdæmir með
öllu þá fullnægingu mannlegra tilhneiginga, sem fram-
haldstilvera mannkynsins er undir komin, en hinsvegar
hunngerir hann boðskap þeirrar lífshamingju, sem sé
fólgin í að gera gott. Þá er það ekki vel samræman-
legt, að hann vill innræta mönnum að veita því vonda,
er kemur fram við þá, enga mótspyrnu, en berst sjálfur
fullur réttlátri reiði gegn öllu því, er honum virðist ilt
°9 órétt. ... En þrátt fyrir þetta hafa rit hans haft
9eysimikil áhrif á hugsunarhátt manna í öllum menn-
■ngarlöndum. Þau eru rituð af skáldlegri andagift, hita,