Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 28
22
Sálgreining.
IDUNN
að með sérstakri, sálrænni aðferð, megi takast að kom-
ast að hinum raunverulegu orsökum þeirra sjúkdóma,
sem af áðurgreindum rótum séu runnir, og meir að
segja lækna þá algerlega. — Er aðferð þessi nefnd
>Sjæls-analyse« á því útlenda málinu, sem flestum mun
kunnast. Og mætti sennilega kalla hana sálgreining á
voru máli. Hefir nýung þessi í læknisaðferð, sálgrein-
ingin, orðið að samnefnara og sérheiti fyrir kenningar
Freuds yfir höfuð, og þær því einu nafni skírðar sál-
greining.
Því ber ekki að neita, að kenning Freuds hefir farið
sigurför um heiminn. — Hún hefir eignast áhangendur
og aðdáendur meðal allra þjóða. Fyrst og fremst í
Þýzkalandi, Ameríku og Englandi. Og nú síðustu árin
einnig meðal latnesku þjóðanna. Og skal ég nú skýra
nánar frá helztu dráttunum í hugsankerfi því, er þessar
nefndu höfuðályktanir eru leiddar af.
Þá er fyrst að gera grein fyrir því, hvernig Freud
hugsar sér að mannssálin sé gerð. Flestum ef ekki
öllum sálarfræðingum kemur nú saman um það, að margt
og mikið sé til og gerist í sál vorri, án þess að vér
höfum skýra og greinilega vitund um það. En Freud
leggur meira en flestir aðrir upp úr dulsviðum sálar-
innar. Og með dulsviði á ég hér ekki við svið, er sér-
staklega sé háð dulrænum efnum, heldur við svið, sem
dulin eru vitund vorri, á þann hátt, að vér getum enga,
alls enga, grein gert oss fyrir því, sem þar fer fram.
En Freud álítur, að engu að síður fari mörg og róttæk
sálarstörf fram í þessari dulveröld, þessari »undirvitund«
eða »óvitund« sálarinnar. Og að hér sé að leita að or-
sökum og undirrót margs þess, er hvað mestu ræður
um skapgerð mannsins. í dulardjúpum þessum eiga og