Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 42
36
Sálgreining.
IÐUNN
dómgreind hans og sjálf hans — eða og yfirsjálf hans
— hafa íklætt raunveruleikann — hneigðir þær og hugðir,
sem orðið hafa honum ofjarlar. — Og skal ég nú í
svo stuttu máli sem mér er unt gera grein fyrir að-
ferðum sálgreiningarinnar.
Það liggur nú í augum uppi og leiðir af því, sem
hér að framan er sagt, að sálgreiningin er í því fólgin
að uppgötva kerfi þau, er leynast í óvitund eða dulvit-
und sjúklingsins, að leiða í ljós hneigðir þær og eðlis-
hvatir, er hrundið hefir verið niður í dulardjúp launvit-
undarinnar, er þær gerðu vart við sig í forvitundinni. —
Og komast á þann hátt í náin kynni við alt sálarlíf
sjúklingsins.
Áður fyr var dáleiðsla allmikið notuð til þess að
komast að raun um sálarlíf sjúklinganna, og notaði
dr. Freud og þessa aðferð í upphafi. En brátt komst
hann að raun um ýmsa galla, sem á henni eru. Og má
til nefna þann gallann, sem eigi er hvað minstur, að
sjúklingurinn er sjálfur jafn ófróður og áður um eigið
sálarlíf sitt, enda þótt læknirinn komist að meira eða
minna óljósri hugmynd um það, fyrir andsvör hins dá-
leidda manns. En lækningin er einmitt í því fólgin að
koma sjúklingnum í réttan skilning á orsök og undirrót
meina sinna. — Homa vitinu fyrir hann, ef svo mætti
að orði kveða. Dr. Freud hætti því við dáleiðsluna og
gerði sér smámsaman eigin aðferðir til þess að komast
að raun um, hvernig innra manni og öllu sálarlífi sjúkl-
inga sinna væri háttað. Og eru aðferðir þessar nú komnar
í fast form, orðnar að kerfi, sem áhangendur dr. Freud
álíta taka mjög fram öllum fyrri aðferðum til lækningar
á ýmsum tegundum hugarvíls og taugasjúkdóma. — Og