Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 46
40
Sálgreining.
IÐUNN
honum. Þetta verður læknirinn líka að lofa honum. En
smámsaman fer sjúklingurinn að fá traust á Iækninum,
og úr því fer hann smátt og smátt að koma með dylgjur,
táknyrði og rósamál viðvíkjandi því, sem hugarvíli hans
veldur. Koma þá fram hálfkveðnar vísur, óvæntar hug-
myndir, hálfgleymd atriði og hugsantengingar. Þegar
svo langt er komið, getur Iæknirinn með fáum og var-
kárum orðum hreyft við þeim efnum, sem honum virðist
eiga við þann og þann sjúkling, eftir því sem honum
hefir skilist á tali hans. Og eitt er það atriði, sem ávalt
segir lækninum til um það, hvort hann hafi getið sér
rétt til eða ekki, hvort hann hafi hitt á kerfi það eða
kerfi þau í launvitund sjúklings, sem veiklun hans stafi frá.
Þetta atriði er tilfinning sú og æsing, sem vaknar hjá
sjúklingnum, ef rétt er til getið hjá lækninum. — Þessi
geðshræring vaknar alveg að óvörum, þegar orðum er
beint að því, sem í slíkum kerfum búi. — Og slík geðs-
hræring gerir ekki einungis vart við sig á venjulegan
hátt, að sjúklingurinn virðist komast í bobba og honum
verði orðfall — o. s. frv. Hún er miklu áhrifameiri en
svo. Sjúklingurinn fer að andvarpa, honum fallast orð
og hendur, sem maður segir — honum verða mismæli
— það setur að honum grát eða hlátur — sem stafar
af tauganæmleik, en ekki kæti o. s. frv.
Því meir sem sjúklingnum eykst trúnaðartraustið á
lækninum, því meira leiðir sálgreiningin í Ijós af efnum
— atburðum, orðum og hugsunum — sem sjúklingurinn
varla hafði munað eftir, eða gert sér neinar áhyggjur
út af — en sem nú skýra æ betur fyrir honum laun-
hverfi eigin sálar og þar með eigið sálarlíf hans.
Með tilhjálp læknisins tekst sjúklingnum þannig smátt
að lesa eigið hugskot sitt. Leiðir þetta til þess, að
sjúklingnum skilst nú til hlítar, fyrir eigið innsæi, að