Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 48
42 Sálgreining. IÐUN.N
hlátur. »0g mér þótti þér vera þar, læknir, og þér
sögðust hafa keypt mörg hús«. —
... Læknirinn biður nú stúlkuna að segja sér alt, sem
henni komi til hugar, þegar hún hugsi um þessa ána-
maðka, sem hana dreymdi. Og set ég hér nokkuð af því:
»Ánamaðkur, hann er viðbjóðslegur — eins og alt,
sem skríður ... og er svona í laginu ... (mörg andvörp)
... Eitthvað lítilmótlegt ... dónalegt; álar ... ég get
ekki borðað ál ... þeir eru sleipir, gljáandi; skríða, ána-
maðkur; þeir eru skornir í búta og látnir á öngul, til
þess að beita þeim fyrir fiska. — Nálgast, snerta, ná
tökum á; eignast — aðferð, sem notuð er til þess að
koma sínu fram — tilgangurinn helgar aðferðina. Eg
minnist þess, þegar ég lærði að synda — ég hoppaði
eins og fiskur, sem dreginn er á öngul. Silungsljóðið
eftir Schubert eða Schumann; það er frásögnin um
veiði vöfungsins. — í raun réttri heitir það: konan,
sem var dregin á tálar; maður er eins og fiskur —
maður er tekinn. ... Skemtiganga með systur minni og
tengdabróður í dalnum við A. ... kveldið, — ótal stjörnu-
hröp; það eru brot af stjörnum, sem hrapa. — Sagan,
þar sem stjörnum rignir í svuntu ungrar stúlku, og þetta
eru dalir, sem færa henni gæfu og gengi; gjöf, gáfa —
þiggja — verða hafandi. ... Stjörnuregn, gullregn, það
er blóm, eitur (andvarpar), það sem er í okkur, hneigðir
okkar ...« o. s. frv.
Alt þetta rósamál er algengt og all-auðskilið fyrir þá,
sem heima eru í sálgreiningu. (Fiskur á öngli — við-
bjóðslegir hlutir — gerðir til að ná fiskinum — ung
stúlka, sem gulli rignir yfir o. s. frv.) Alt á þetta við
stúlkuna sjálfa, frk. N., og án þess að hafa hugmynd
um, segir hún frá eigin æfintýri sínu, að hún var véluð
og spjölluð. Sálgreining hennar leiddi að lokum í Ijós,