Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 59
iðunn
Menning, sem deyr?
53
að mestu. En voru ekki þessar fögru kirkjur samt sem
áður bygðar í brennandi trú, í kærleika og guðsótta?
Að baki miðaldanna eygjum við fornöldina — hina
Srísk-rómversku menningu. í augum margra ber þá öld-
una hæst allra. Þar suður við Miðjarðarhafið náði heims-
wenningin hámarki sínu, að margra dómi. Einn af dá-
endum »klassisku* menningarinnar skrifaði fyrir fám
árum þessi orð:
»í augum vor (við verðum færri með hverju ári), sem
á skólaárunum fengum að vagga oss á rímbylgjum
Hómer’s og horfa á purpuralitað hafið gegnum hin
fögru grísku ljóð, — í augum vor, sem áttum því láni
að fagna að geta notið mælsku Cicerós á frummálinu,
stendur fornöldin — hin klassiska fornöld — sem hin
sígilda fyrirmynd, er aldrei framar verður náð, — á
sama hátt og enginn byggingameistari nútímans getur
augum litið meistaraverk Forn-Grikkja án þess að um
hann fari hrollur yfir eigin vanmætti sínum*.
Hver veit, nema þessir menn hafi á réttu að standa?
En grísk-rómverska menningin er engan veginn sú
elzta, er við vitum um. Að baki henni grillum við í aðra,
enn eldri. Það er menning Assyríumanna og Egypta.
Eftir því, sem vitað er, var einnig þar um merkilega
menningu að ræða. Þeir kunnu marga furðulega hluti
austur þar. Þeir athuguðu gang stjarnanna á himninum
og reiknuðu út brautir þeirra. Af því spratt stjörnuspá-
fræðin (Astrologi) og ýmsar galdralistir, en einnig stjörnu-
fræði, stærðfræði og önnur vísindi. Þeir öfluðu sér þekk-
ingar á eilífum lögmálum rúmfræðinnar, ef til vill dýpri
þekkingar en prófessorar nútímans. Þeir kunnu að byggja
borgarmúra, virki og musteri þann veg, að verkfræð-
■togar nútímans standa mállausir af undrun. Og pýramída
og meyljón reistu þeir, sem enginn skilur, hvernig hægt