Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 62
56
Menning, sem deyr?
IÐUNK
þungir, en eigi að síður hafa þeir sumir verið fluttír
mílur vegar frá grjótnámunni. Á eynni finnast einnig
steintöflur, alþaktar höggletri, sem enginn maður hefir
getað skýrt alt fram á þenna dag. Þarna bíður merkileg
gáta, sem óvíst er hvort nokkurntíma verður ráðin.
Að lokum mætti nefna sagnirnar um Atlantis — megin-
landið mikla, sem á að hafa legið þar, sem nú er At-
lantshafið, en síðan sokkið í sæ, Um þenna draum dul-
fræðinnar er til heil bókmentagrein, þar sem staðhæft
er fullum fetum, að þetta land hafi verið til og saga
þess rakin með allmikilli nákvæmni. Það var víðlent og
voldugt ríki; þar glöddust menn og hrygðust við lífið,
eins og við gerum í dag, strituðu og börðust. Þar döfn-
uðu listir og þekking margskonar — dagbjört vísindi og
dökk kyngi. í þessu mikla ríki, sem nú Iiggur á botni
úthaísins, stóð — segja dulsagnirnar — menningin í
fullum blóma fyrir — ekki þúsundum, heldur miljónum ára.
III.
Sá maður, er á seinni árum hefir tekið úrlausnarefn-
ið um menninguna, — hvað hún sé, um uppruna henn-
ar og örlög — til rækilegastrar meðferðar, er tvímæla-
laust Þjóðverjinn Oswald Spengler. I ritverki sínu »Unter-
gang des Abendlandes* (Endalok Aftanlanda) dæmir
hann umsvifalaust hina vestrænu menningu nútímans til
dauða.
Sú skoðun hefir verið alment ríkjandi, að líta beri á
veraldarsöguna eins og samfelda þróun, stig af stigi —
aftan úr villimensku forneskjunnar fram til æ fjölþættari
og auðugri menningar. Afturkippir hafi að vísu orðið á
milli, en það raski ekki heildarniðurstöðunni — þeirri.
að ferill lífsins hafi verið framvinda. Veraldarsagan verð-
ur þá eins og elfur, sem rennur um margvíslegt lands-