Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 64
58
Menning, sem deyr?
IÐUNN
rís indverska menningin í þeim hluta landsins, er nefnist
Pendsjab; um 1400 f. Kr. kínverska menningin við fljót-
ið Hoangho; um 1500 grísk-rómverska menningin við
eyjahafið gríska. Menning Araba hefst um 300 f. Kr.,
Maja-menningin í Suður Ameríku um 100 f. Kr. og
loks vestræna menningin (eða Fausl-menningin, eins og
Spengler nefnir hana) á 10 öld e. Kr.
Spengler telur ekki miðaldirnar sérstakt menningar-
tímabil. Miðaldirnar eru öldudalurinn milli tveggja menn-
ingarfalda. A fyrra hluta miðalda er grísk rómverska
menningin í dauðateygjunum, á síðara hluta þeirra er
sú hin nýja menning að rísa.
Faust menninguna — eftir »Faust« Goethes — nefnir
Spengler þá öldu, er við nú ríðum. Nafnið Evrópu-
menning vill hann ekki taka sér í munn. Evrópa er
ekkert sögulegt hugtak. Það er yfir höfuð ekkert hug-
tak. Það er bjánalegt orð, sem ætti að útiýma. Til
Evrópu telst meðal annars Rússland, en Rússland er af
öðrum heimi, annari menningu. Og Spengler gerist spá-
maður og spáir því, að Rússland eigi í framtíðinni að
verða vagga þeirrar menningar, er tekur við, þá er
þessa þrýtur.
Eins og áður er sagt, vex menningin upp eins og jurt
eða tré, að áliti Spenglers. Hvert tré er öðrum óháð,
en öll lúta þó sömu Iögum. Þau vaxa og þroskast um
skeið, þar til fullum vexti er náð. Svo byrjar hnignunin.
Þroskamöguleikarnir eru tæmdir, lífssafinn hættir að
streyma. Tréð þornar og feysknar. Fauskurinn kann að
standa lengi enn, hár og ógnandi, en lífskrafturinn er
þorrinn og fauskurinn fellur að lokum. Svo er það og
með menninguna. Við þekkjum feril hennar í öllum aðal-
dráttum, vitum, að hún verður að ganga gegnum ákveð-
in stig; sömu umskiftin, sömu straumhvörfin endurtaka