Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 65
iðunn
Menning, sem deyr?
59
sig frá einu menningarskeiði lil annars. Þekkjum við
einhvern hluta menningartímabils, má út frá því læra að
þekkja — í aðaldráttum — tímabilið alt, með svipuðum
haetti og dýrafræðingur getur út frá nokkrum hluta beina-
grindar teiknað beinagrindina alla. En af þessu leiðir,
að hægt er að sjá fram í tímann, segja fyrir rás við-
burðanna í stórum dráttum.
Spengler t. lar einnig um árstíðir innan hvers menn-
ingartímabils. Á eftir vori kemur sumar, síðan haust og
vetur. Meðalaldur hverrar menningar — eða menning-
arárið — telur hann að sé hér um bil þúsund ár.
Á útlendu máli hefir menning verið táknuð með tveim
orðum, sem hafa verið notuð hér um bil jöfnum hönd-
um. Það eru orðin: »Kultur« og »Civilisation«. Spengler
gerir skarpan greinarmun á þessu tvennu; eftir hans
dómi merkja þessi tvö orð engan veginn eitt og hið sama.
»Kultur« er gróður, innri vöxtur; þar eru skapandi öfl
að verki. »Civilisation« er yfiiborðsgylling, glys, lífvana
form. »Kultur« táknar menningu á uppleið og menningu,
sem stendur í fullum blóma; »Civilisation« táknar hnign-
unina, þegar hið skapandi afl er þorrið og alt tekur að
stirðna í dauðum formum. Til þess að tákna hugsun
Spenglers mætti ef til vill nefna þetta tvent á íslenzku:
grómenning og yfirborðsmenning eða sýndarmenning.
Á gróskeiði menningar lifa þjóðirnar hamingjusömu
og þroskaríku lífi, í innilegum tengslum við náttúruna
og hina móðurlegu jörð. Sálirnar eru ekki sundurtættar
af íhygli og efasemdum. Fyrir innsæi skilst samhengi
allrar veru, en af þessum skilningi leiðir eðliíegan innri
vöxt og samræmdan þroska. Trúin er meginás tilver-
unnar; í trúnni hvíla þjóðirnar eins og börn í móður-
faðmi, öruggar og áhyggjulausar um ráðgátur líísins. Og
upp úr trúargrunninum streymir lind hins skapandi mátt-