Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 67
ÍÐUNN Menning, sem deyr? 61 standa á öldufaldi síns tíma. Eftir þá byrjar hrunið fyrir alvöru. Stóumenn fornaldarinnar og jafnaðarmenn nútímans eru hliðstæður. Hvor um sig heyra hreyfingar þessar hnignunarskeiði til. Grísk-rómverska menningin þornaði og varð að sýnd- armenningu. Gróandin var troðin niður við þramm her- sveita, kæfð af glaumi og ys stórborga. Lífræn mögn stirðnuðu í lífvana formum; grænir gróðtirskógar urðu að víkja fyrir gráum »steinskógum«. Menningarlífið, sem blómgaðist í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið, dró sig saman í fáeina brennidepla: stórbæina. I bæjunum leituðu mennirnir lifsþæginda og nautna, eltu tízkur ög sóttust eftir hégóma, bygðu sér hallir og musteri, hlóðu um sig skartgripum og listsmíðum. Bæirnir urðu að söfnum, síðar að rústum. Sýndarmenning (Civilisation) á heima í stórbæjum. A því skeiði menningar eru það bæirnir, sem leika aðal- hlutverkin í lífi þjóðanna. í bæjunum fer það fram, sem úrslitum ræður og örlögum. Bæirnir sjúga merginn úr umliggjandi löndum, gera þau að útskögum og eyði- kjálkum. Stórbæirnir geta að vísu verið nokkuð mis- munandi að ytra útliti, en grunntónninn er ávalt og alls- staðar hinn sami. Allsstaðar er auðsöfnun á öðru leit- inu, örbirgð á hinu; allsstaðar kúgarar annars vegar, þrælar hins vegar. Pólitíkin — hvernig er hún? Hjá Rómverjum var hún ræðulist (rhetorik); nú á dögum er hún blaðamenska. Þetta eru tvenn öldungis hliðstæð fyrirbrigði — hvorttveggja grundvallað á peningavaldi, hvorttveggja til þess ætlað að blekkja lýðinn. Einn stórbærinn er öðrum Iíkur, þótt aldirnar skifti. Allsstaðar eru götur og gangstéttir, íystigarðar, minnis- varðar, söfn, leikhús. Andlegi sjóndeildarhringurinn er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.