Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 67
ÍÐUNN
Menning, sem deyr?
61
standa á öldufaldi síns tíma. Eftir þá byrjar hrunið fyrir
alvöru.
Stóumenn fornaldarinnar og jafnaðarmenn nútímans
eru hliðstæður. Hvor um sig heyra hreyfingar þessar
hnignunarskeiði til.
Grísk-rómverska menningin þornaði og varð að sýnd-
armenningu. Gróandin var troðin niður við þramm her-
sveita, kæfð af glaumi og ys stórborga. Lífræn mögn
stirðnuðu í lífvana formum; grænir gróðtirskógar urðu
að víkja fyrir gráum »steinskógum«. Menningarlífið, sem
blómgaðist í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið, dró
sig saman í fáeina brennidepla: stórbæina. I bæjunum
leituðu mennirnir lifsþæginda og nautna, eltu tízkur ög
sóttust eftir hégóma, bygðu sér hallir og musteri, hlóðu
um sig skartgripum og listsmíðum. Bæirnir urðu að
söfnum, síðar að rústum.
Sýndarmenning (Civilisation) á heima í stórbæjum. A
því skeiði menningar eru það bæirnir, sem leika aðal-
hlutverkin í lífi þjóðanna. í bæjunum fer það fram, sem
úrslitum ræður og örlögum. Bæirnir sjúga merginn úr
umliggjandi löndum, gera þau að útskögum og eyði-
kjálkum. Stórbæirnir geta að vísu verið nokkuð mis-
munandi að ytra útliti, en grunntónninn er ávalt og alls-
staðar hinn sami. Allsstaðar er auðsöfnun á öðru leit-
inu, örbirgð á hinu; allsstaðar kúgarar annars vegar,
þrælar hins vegar. Pólitíkin — hvernig er hún? Hjá
Rómverjum var hún ræðulist (rhetorik); nú á dögum er
hún blaðamenska. Þetta eru tvenn öldungis hliðstæð
fyrirbrigði — hvorttveggja grundvallað á peningavaldi,
hvorttveggja til þess ætlað að blekkja lýðinn.
Einn stórbærinn er öðrum Iíkur, þótt aldirnar skifti.
Allsstaðar eru götur og gangstéttir, íystigarðar, minnis-
varðar, söfn, leikhús. Andlegi sjóndeildarhringurinn er