Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 72
66 Flagarinn. ÍÐUNN sér sæli á lágum knakki andspænis mér. Þarna sat hún eins og á einangrunarstól og mældi mig með augunum. Eg fann að tillit hennar smugu í gegn um mig eins og örsmáar byssukúlur. Ég forðaðist að líta á hana og sneri mínum hversdagslegu athugasemdum um Briissel og aðrar stórborgir nær því eingöngu til Matthildar móðursystur. En við höfðum ekki skrafað saman nema í hæsta lagi tíu mínútur, er móðursystir mín vék sér frá og skildi okkur eftir tvö ein. »Hvað segið þér um ofurlítinn göngutúr út í garðinn, herra doktor?*, sagði Melanía, eins og til að rjúfa hina óþægilegu þögn, er slegið hafði á okkur eftir að Matt- hildur móðursystir var farin. — Ég bauð henni arm minn og við leiddumst út í dimman garðinn. Það var óvenju myrkt þetta kvöld, svo ég var hræddur um að við mundum reka okkur á trén eða álpast inn í ribs- runnana; við hér um bil þriðja hvert skref kveikti ég því á eldspítu til þess að lýsa okkur — þangað til frænka mín með ógætilegri hreyfingu sló eldstokkinn úr hendi mér. Svo dró hún mig með sér inn í einn af lauf- skálum þeim, er stóðu beggja megin gangstígsins. Þegar við eftir mikla vafninga vorum búin að koma okkur fyrir á breiðum trébekk, tók hún utan um hönd- ina á mjer, beygði sig að mér, svo varir hennar næstum snertu andlit mitt og ég fann andardrátt hennar leika um vit mér, og spurði, um hvað ég væri nú að hugsa. »Um gríska höggletrið á legsteinunum í Litlu-Asíu vest- anverðri*, svaraði ég. Hún ansaði því engu, en lét falla þá athugasemd, að í rödd minni væri greinilegur losta- hreimur. Ég trúði henni fyrir því, að hin forngríska tunga, sem engan veginn var frumtunga, heldur þvert á móti sérkennilegt menningarmál, hefði haft geysimikil áhrif á þjóðtungur nútímans — sérstaklega á þá tungu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.