Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 74
68 Flagarinn. IÐUNN með fætinum, ofur hægt — fyrst á hendurnar á mér og síðan í andlitið. Ó, ef hún hefði vitað hvílíkar helvítis kvalir ég leið — hvílíkur skruggustormur af ástríðum æddi og logaði í mér. En þarna lá hún rétt fyrir framan mig, jafn andvaralaus eins og nýfætt barn. Varir hennar opnuðust og lokuðust aftur, tungan kom í ljós, rauð og fín, milli mjallhvítra tanna — en ekki svo mikið sem vottur um skilning á ástandi mínu eða óskum. Mér fanst ég vera annar Napoleon á St. Helenu, þar sem ég tylti mér á naumlega úti látið sófahornið. Og þegar ég loks, eftir tveggja stunda árangurslaust strit, skildi við þessa inndælu konu, var ég huggunarlaus og bugaður maður. Eg gat ekki annað en spurt sjálfan mig að því, hvernig í ósköpunum náttúran gæti fundið upp á því að skapa slíka vera, án þess að blása henni í brjóst þó ekki væri nema örlitlum neista af mannlegum tilfinningum. Daginn eftir gerði hún mig steinhissa með þeirri hispurslausu spurningu, hvort ég hefði nokkurntíma elsk- að. Eg hafði nú breytt um aðferð og gert alveg spán- nýjar áætlanir; ég vissi því ekki hvort ég ætti að svara slíkri spurningu játandi eða neitandi. Eg hafði ásett mér að látast hvorki heyra hana né sjá til þess að særa kvenlega hégómagirni hennar, auðmýkja hana og sýna henni, að ég yrði ekki ódýru verði keyptur. Matthildur móðursystir var farin að heiman í eitthvert kaffisam- sæti. Við leituðum þangað, sem svalast var í húsinu — í lítið, kringlótt herbergi, sem lá út að garðinum. Her- bergið var svo þröngt, að meira komst þar ekki fyrir en gamli, rauði silki-Iegubekkurinn, er við sátum á. og fyrirferðarmikill stofupálmi, sem stóð á gólfinu. Þarna í þessu herbergi, fjarri glaumi heimsins, sagði ég henni æfisögu mína. Þegar komið er að hápunkti sögunnar — og stúlkan, sem ég ann af insta hjartadjúpi, strýkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.