Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 78
72
Flagarinn.
IÐUNN
bergisdyr Melaníu. Mér kom ekki til hugar í hvílíka
hættu ég stofnaði mér með þessu háttalagi.
»Hver er þar?«, heyrði ég hana hvísla fyrir innan.
»Það er ég«. — Eg kiknaði í knjáliðunum og skalf
svo, að ég gat naumast haldið mér uppréttum.
Steinhljóð.
Eg bað hana að ljúka upp, ég grátbændi eins og
hungraður betlari, ég hélt dauðahaldi í hurðarhúninn
fjórar eða fimm klukkustundir til enda. En ekkert hljóð
var að heyra, enga minstu hreyfingu.
Svo þaut ég heim, yfir garða og girðingar, eins og
barinn hundur. Eg lá allan daginn í einskonar dvala.
Líkamlegar þarfir, svo sem svefn, matur eða drykkur,
voru ekki til hjá mér lengur.
Næstu nótt endurtóku sig þeir hinir sömu atburðir
og nóttina áður. Þar var sá einn munur, að nú grét ég
og kveinaði eins og barn alla þá fimm klukkutíma, er
ég stóð utan við dyrnar á svefnherberginu hennar.
Árangurslaust.
Þriðju nóttina var ég samt sem áður enn á ný á vett-
vangi. Nú átti ég aðeins um tvo kosti að velja: að kom-
ast inn til hennar eða deyja. Og hver getur gert sér í
hugarlund, hve forviða ég varð, er hurðin laukst upp
um leið og ég tók í húninn? Ég segi ykkur satt —
það var hreinasta tilviljun, að hurðin var ólæst, því ég
var ekki fyr kominn inn fyrir þröskuldinn en stúlkan
reis á fætur. Með hvíslandi málrómi, en í ósveiganlega
ströngum tón skipaði hún mér að hafa mig á brolt.
Hina síðustu og stærstu hindrun: meyjarstolt hennar og
persónuvald — átti ég enn eftir að yfirvinna. Mig furð-
aði aðeins á því, að hún skyldi ekki hrópa hástöfum á
hjálp. En því ákveðnar lét hún í ljós reiði sína og and-
stygð á mér. Hún jós sér út yfir mig, kallaði mig ósvíf-