Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 92
86
Ur hugarheimum.
IÐUNN
við útvarp og kvikmyndir. Og svo fáum vér bækur, sem
gæla við smekk fjöldans, sem orðinn er spiltur af sæt-
indaáti, — bækur, sem blekkja og leiða á villigötur, —
bækur, sem töfra fram skrúðgarða fulla af rauðum rós-
um hamingjunnar, á tímum, sem stinga oss með þyrnum
og þistlum. Þessar bækur geta verið viðfeldnar og
skemtilegar, en þær eru ósannar — vegna þess, að enginn
raunveruleiki svarar til tálsýna þeirra, er þær bregða
upp. Það er þetta, sem eitrar andlega lífið. Skáldrit verð-
ur til, þegar listamaður horfist i augu við raunveruleik-
ann. Það getur leitt til sigurs eða ósigurs, en eintómt
sætabrauð verður það aldrei, og alls ekki þægilegt né
skemtilegt.
Lífið er áhættuspil, sem gefur leitt til eyðileggingar
eða endurreisnar — undarlegt sambland af unaði og
kvöl, af hörmungum og fögnuði. Það getur sveiflast milli
píslarkvölds og páskamorguns. Svo einfalt og stórt og
hátíðlegt er stefnumót mannsins við lífið.
Það er hlutverk listarinnar að sýna þetta stefnumót.
Það varð að baráttunni milli keisarans og Galileans í
hinum myrka leik Ibsens með því nafni; það varð á-
reksturinn milli háfleygra draumsjóna og smáborgara-
legrar miðlungsmensku í »Adam Homo« Paludan-Miil-
ler’s — eða viðureign fórnarlundar eldhugans annars
vegar og ferkantaðrar aurahyggju hins vegar, eins og í
hinni ódauðlegu skáldsögu Cervantes’ um Don Quijote
og Sancho Panza. Það varð að samfundum þeirra Alad-
dín’s og Noureddin’s — að viðskiftum Hákonar og Skúla,
og þannig mætti lengi telja. Þess konar list er ódauð-
leg, því árekstrar þessir hafa í sér fólgið lögmál hinnar
eilífu endurtekningar. Slíkar bækur skópu líf, andlegan
veruleika. I orðum skáldsins og í viðburðarás frásagn-
ar hans endurlifði lesandinn hið innra með sér barátt-
una milli keisarans og Galíleans — milli hugsjónanna,
sem gáfu lífinu meining og markmið og hversdagsskil-
yrðanna, sem brutu í mola og klufu í helftir drauminn,
sem fullborinn var fæddur. Það er einkenni sannrar list-
ar, að hún lætur oss endurlifa það, er hún fjallar um.
Lífið er ekki að finna á blöðum bókarinnar, í orðaleik