Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 98
JÐUNN
Bækur 1928.
Stutt yfirlit.
Árgæzkan 1928 mun lengi í minnum höfð. En hvernig
hefir árað í andans heimi?
I þessu stutta yfirliti verður leitast við að gera grein
fyrir uppskeru ársins af bókmentaakrinum, vöxtum hennar
og gæðum, og reynt, eftir því sem föng eru á, að meta
verðgildi hennar fyrir nútíð og framtíð. Mat þetta verður
að sjálfsögðu ófullkomið á ýmsa lund, og skal það þegar
tekið fram, að hér verður ekki minst á allar þær bækur,
sem út komu á árinu, vegna þess, að Iðunni hafa ekki
verið sendar þær allar, og neyðist hún því til að ganga
fram hjá þeim. Þeir bókaútgefendur og rithöfundar, sem
kynnu að sakna sinna bóka í yfirliti þessu, verða því
að gæta þess, að sökin — ef um sök er að ræða —
liggur hjá þeim sjálfum.
Um bókmentauppskeruna á árinu má í fám orðum
segja, að hún hafi verið í góðu meðallagi að vöxtunum.
Allmargar bækur hafa komið út á árinu — furðulega
margar,,mun óhætt að segja, með jafn fámennri þjóð
og við Islendingar erum. Hitt mun frekar orka tvímæla,
hvort uppskeran hafi verið í meðallagi að gæðum. Sann-
ast að segja held ég, að því verði varla neitað, að hún
hafi verið fremur léleg. Ef borið er saman við árið á
undan, sem þó er vafasamt, hvort telja eigi nokkurt
veltiár, hygg ég, að vart verði komist að annari niður-
stöðu. Árið 1927 færði oss bækur eins og »Sendiherr-
ann frá Júpíter* eftir Kamban, »Vefarann mikla frá
Kasmír* eftir H. K. Laxness, »Brennumenn« eftir Haga-
lín, »Stillur« Jakobs Thorarensens og »Helsingja« Stefáns
frá Hvítadal. Þótt sitt hvað megi að bókum þessum
finna og hafi líka verið gert, bendir þó engin þeirra á
bókmentalegt hallæri. Engin þeirra er fyrir neðan með-
allag og flestar miklu ofar. Og það hygg ég sannast,
að af uppskeru síðasta árs verði þær bækur tiltölulega
fáar, sem standa þessum á sporði.