Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 4

Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 4
242 Á. G. Biskupsvigsla í Rvik. Kirkjuritið. Nú fór vígslan sjálf fram samkvæmt helgisiðabók- inni nýju með víxlsöng, vígsluræðu biskups landsins, Iestri ritningarorða, vígsluheiti, handayfirlagningu og fyrirbæn. Yfir henni hvíldi tign og hátíðleg kyrð. Þá var sunginn sálmurinn: „Víst ert þú, Jesú, kongur klár“, en biskupar og vígsluvottar gengu frá altari og afskrýdd- ust kórkápum og rykkilínum. Vígslubiskupinn nýi flutti því næst prédikun út af guðspjalli dagsins, Matt. 5, 17—19. í ræðulok mintist hann ástúðlega safnaðar síns og annara safnaða, samverka- manna sinna og vina, og starfs síns á liðnum árum, og þakkaði Guði fyrir blessun hans og handleiðslu. Síðasti þáttur guðsþjónustunnar var altarisganga bisk- upanna og prestanna, en þeir séra Friðrik Hallgrímsson og séra Friðrik Friðriksson þjónuðu báðir senn fyrir altari. Þegar guðsþjónustan var á enda, var aftur gengið í skrúðgöngu úr kirkju. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina, og mun hún verða mörgum ógleymanleg. „Kirkjuritið“ fagnar því, að jafn mikilhæfur og ást- sæll prestur og séra Bjarni Jónsson skuli hafa verið val- inn til vígslubiskupstignar og óskar honum og söfnuði hans blessunar Guðs. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.