Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 13

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 13
Kirkjuritið. VITA. ÆFIÁGRIP BJARNA JÓNSSONAR. LESIÐ UPP, ER HANN, 4. JÚLÍ 1937, VAR VÍGÐUR VÍGSLUBISKUP í HINU FORNA SKÁLHOLTSBISKUPSDÆMI. Ég', Bjarni Jónsson, er fæddur í Revkjavík 21. okt. 1881, og skírður 6. nóv. sama ár af séra Hallgrími Sveinssyni, þá dómkirkjupresti. Fæddist ég i Mýrarholti, sem var býli við Bakkastíg liér i Vesturbænum. Ólsl ég þar upp og var þar fram yfir tvítugt eða til þess tíma, er ég fór af landi hurt lil náms að loknu stúdentsprófi. Faðir minn, sem var tómthúsmaður, var ættaður úr Kjós, sonur Odds Loftssonar Guðmundssonar og Krist- ínar Þorsteinsdóttur. Var hann alinn upp í Laxárnesi. Móðir mín, Ólöf, var fædd hér í bæ, dóttir Hafliða Nikulássonar Erlendssonar, og áttu forfeður hennar i föðurætt heima hér í Reykjavík. En i móðurætt var hún af Engeyjarætt. Var Guðfinna móðuramma mín dóttir Péturs Guðmundssonar i Engey. Foreldrar mínir veiltu mér hið bezta uppeldi og minn- ist ég þeirra og æskuheimilis míns með miklu þakk- læti. Af börnum þeirra komust 5 til fullorðinsára, og erum við nú 4 systkinin á lífi og eigum öll heima hér í hæ. Árið 1890 byrjaði ég nám mitt við Barnaskóla Rejrkjavíkur, en veturinn 1895—90 lærði ég það, er krafist var til inntökuprófs í lærða skólann, en svo var skólinn þá nefndur. Var það fyrir hvatning, leiðbein- ingar og fræðslu góðra manna, að sú ákvörðun var tek-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.