Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 35

Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 35
Kirkjuritið. Myndunarsaga Samstofna guðspj. 273 fluzt yfir á svið guðspjallanna, enda þótt sögulegir at- burðir kunni að liggja til grundvallar suraum lækning- um Jesú. Gamla testam. hafi einnig liaft sín álirif, og ýmsar sögurnar hafi hlátt áfram orðið til í liugum safnaðanna. En aðaltilefnið til þeirra eigi rót sína að rekja til þessara alþýðlegu sagna Gyðinga og Grikkja um kraftaverk, einkum til hinna síðarnefnda. Þó liggur sannarlega önnur niðurstaða beinna við. Hliðstæðurnar við lækningakraftaverk Jesú sýna það fyrst og fremst, að frá slíkum læknngum er æfinlega skýrt með sams- konar hætti, enda eru atriðin, sem þarf að taka fram, hin sömu. Eða skyldi lækningaundur verða ósannsögu- legt við það, að liliðstæður finnast að því? Svo er þess að gæta, að þrátt fyrir líkinguna er mikill munur á kraftaverkasögunum um Jesú og þessum sögum. Blær- inn er annar á hinum fyrnefndu, þær eru fegurri og há- leitari, standa hinum langtum ofar. Sú staðreynd verður engan veginn fullskýrð með því, að smekkur frumkristninnar hafi verið svo miklu betri og þroskaðri í þessum efnum heldur en allra annara. Munurinn á rót sína að rekja til atburðanna sjálfra, sem sögurnar lýsa. Tilgangurinn í upphafi með kraftaverkasögunum hefir af mörgum verið talinn sá, að sanna með þeim guðlegan mátt og tign Messíasar. Trúin á kraftaverkamátt hans hafi jafnvel að meira eða minna leyti látið þær verða til. En þegar dýpra er skoðað, sést það af sögunum, að Jesús vinnur ekki kraftaverkin í því skyni að vekja trú, heldur er trúin nauðsynlegt skilyrði þess, að hann geti unnið þau (sbr. Mark. 6, 5; 9, 14—29). Hitt er ann- að mál, að kraftaverkið verður til þess að styrkja veika trú og margir áhorfendur snúast stundum við það til trúar. Þegar kynslóð Jesú krafðist tákns af honum því til sönnunar, að hann væri Messías, svaraði hann: „Eigi skal henni annað tákn gefið verða en Jónasartáknið“. Gg freistingunni að kasta sér fram af musterisburstinni 18

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.