Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 48

Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 48
28fi Prestastéfnan. Kirkjuritið. steypukirkjur. Hefir Flateyjarkirkja kostaö uppkomin kr. 21659.65, og er hún söfnuðinum til hins mesta sóma. Einnig ])ar hefir komið fram alveg óvenjuleg fórnfýsi af hálfu ein- stakra manna. A þessu sumri stendur til að ég vígi, ef Guð lofar, hina nýju steinsteypukirkju á Suðureyri í Súgandafirði, sem söfnuðurinn hefir komið sér upp og á að verða sókna- kirkja eftirleiðis í staðinn fyrir Staðarkirkju, sem þó mun verða látin standa fyrst um sinn vegna þeirra, er í Staðar- dalnum búa. Þá hefir hin gamla, veglega Þingeyrakirkja i Húnaþingi fengið mjög mikla viðgerð og er nú aftur sögð orð- in hið prýðiiegasta hús utan og innan. Aftur mun byggingu Tjarnarkirkju á Vatnsnesi hafa litið miðað áfram síðan i fyrra og veldur þar um mestu fjárskorturinn. Hallgíinskirkjan er ennþá framtiðar„músik“; en yfirleitt hefir fjársöfnunin til hennar borið glæsilegan árangur. Ný prestsseturshús hafa á þessu ári verið fullgerð á Hvann- eyri á Siglufirði og í Laufási. Og hið þriðja i Bolungarvík er verið að byggja. Einnig hefir verið keypt handa Miklaholts- presti jörðin Söðulsholt með svo til nýju steinhúsi. Enn hefir Hólmaprestur, sem nú er fluttur til Eskifjarðar, fengið prestsseturshús þar í kaupstaðnum, stórt og vandað. Loks hefir verið keyjit vandað hús á Eyrarbakka handa Stokkseyrar- ]>resti og fluttist hann þangað frá Stórahrauni í vetur sem leið. Af fundarhöldum á liðna árinu kveður langmest að kirkju- fundi fyrir Sunnlendingafjórðung 21.—23. júní (en hann sótlu 36 prestar, 7 kandídatar og um 76 leikmenn) og aðalfundi Prestafélagsins, sem fór fram 28.-29. júní á Þingvöllum. Hefir þess, er gerðist á fundum þessum, verið rækilega minst i Kirkjuritinu og skal því ekki orðlengt frekar um þessa fundi. Styrkur til fyrv. Samkvæmt tillögum biskups var úthlulað presta og prests- 9690 kr. styrk til 5 fyrverandi presta og prófasta og 49 prestsekkna. Bitari barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar, Asmundur Guðmundsson prófessor, lagði fram reikning barnaheimilissjóðsins fyrir 1936. AIls höfðu safnast á árinu kr. 1298.59, og styrkur verið veittur harnaheimilunum að Sólheinnun og Lundi i Öxarfirði, ennfremur dálitil fjárhæð til stofnunar dagheimili á Siglufirði. Þá skýrði ritari sérstaklega frá starfinu að Sól- heimum. Þar voru 15 fávitar og 14 heilbrigð börn síðastliðinn vetur. Á sumrum eru þar miklu fleiri heilbrigð börn, alt að 40. Fávitum mun sennilega fjölga eitthvað á hælinu í ár, og virð- ekkna. Skýrsla barnaheimilis- nefndar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.