Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 24

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 24
282 Hinn almenni kirkjufundur. Júli. fundi á Þingvölluni, sem siðan var haldið áfram í Reykjavík. Árið 1935 var hinn annar kirkjufundur fyrir landið ait hald- inn i Reykjavík. En næsta ár, 1936, var ehn kirkjufundur hald- inn fyrir Sunnnlendingafjórðung (og fleiri fundir viðar), en sá fundur varð ekki siður minnisstæður en hinir. Hafa fundirnir allir, þeir er hér greinir, verið af sama toga spunnir og undir sömu stjórn. Til þeirra allra hefir sótt fjöldi áhugamanna, leikra og lærðra, — kristindómsvinir, kirkjulega sinnaðir menn, yfirleitt fólk, konur og karlar, sem hafa viljað leggja skerf til hinna andlegu mála íslenzku þjóðarinnar, þeirra er vita að trúar- og siðgæðishtið uppbyggingarstarfsins í landinu. — Fundarhöldin, niðurstöður fundanna og árangur þeirra hefir orðið að sama skapi ákjósanlegur, og i sumum efnum alveg áþreifanlegur, sem gefur ótvirætt til kynna, að áfram ber að halda á sömu braut í sama anda og með fullum krafti. Er einnig áhugi vakandi og vaknandi, fyrir þessum efnum, og störfum í þágu þeirra, sem enn fleiri og aðrir mannfundir votta (sumir nýlega haldnir). Tími er hér eigi til þess að rekja störf og átyktanir hinna fyrri kirkjufunda, er ég gat um, enda ætti þess eigi að vera þörf, því að kunngert hefir það alt verið áður, — og verður væntan- lega á ýmsan hátt höfð hliðsjón af sumu því við málefni, er fyrir þenna fund koma. En — mikið er eftir óunnið á marga lund, og miklu betur má, ef fullvel á að vera eða eins og skylt og réttmætt er, bæði að því er snertir hið innra og hið ytra viðhorf i þessum málum. Vér lifum á umbrotatímum, það er víst og satt, og umbrotin eru ekki aðeins í ytri háttum þjóðanna, framförum, framkvæmdum, sem eru stórstígar til hvers sem er, en afleiðingar þeirra ýmsar orka þó mjög tvimælis, þegar á alt er litið. En einnig í andlegum efnum hafa siðustu 20 árin verið hamslaus umrótstími, einkan- lega vegna upplausnar þeirrar, er varð á þessu sviði upp úr heimsstyrjöldinni, með vantrú á áður viðurkend verðmæti, sið- spilling og hatramar deilur, sem ef til vill setja alt aftur í bál og bránd. Þessa alls hefir og gætt næsta mikið í trúmálalegu tilliti, og öfgarnar mæzt þar eins og víðar. Annarsvegar hatur og ofsókn á trúarbrögðin, eins og þau hafa þróast með þjóðunum, hinsvegar (og sem endurkast gegn því) heitt og ört afturhvarf, sem víða hefir orðið að heilbrigð- um trúaráhuga, en stundum leitt til nokkurs ofsa og sjálfsþótta, að því er ýmsum hefir þótt, þeim er viðkvæmir eru í þeim efn- um. En sjálfsagt er þetta mannlegt og líklega nauðsynlegt: 1 gegnum styr til stjarna (per ardua ad astra), segir hið forna orð; hér brjótast um tvö öfl, mjög frumstæð í manninum: Af-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.