Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 25

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 25
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 283 neitunin og trúin. Hvorttveggja heyrir til hinni vitsmunagæddu veru. En hvort ú að sigra? — Það getur ekki verið vafasamt frá sjónarmiði heilbrigðra' manna. Trúin sem er líftaugin, er tengir saman tilveruna alla, bæði þessa heims og annars, eða að öðrum kosfi hið eyðandi afl trúleysisins? Hvort á að sigra — Ufið eða dauðinn? Vér tökum afstöðuna jákvæða: Trúin skai lifa — lífið skal haldast! Þetta er hið æðsta verðmæti, er mun þjóðunum bjarga. Und- ir merki kristindómsins komast þær á rjetta leið.---- Á þessum fundi væntum vér öll ánægjulegra og farsælla starfa og biðjum Guð að hlessa viðleitni vora, sem með honum er gerð, — viðleitnina til þess að glæða trúarlífið i landinu og til þess að efla kirkju Krists með þjóðinni, í vitundinni um það, að með því einu verður til fulls frá bægt hinum eyðandi öflum — hinu trúarlega og siðgæðislega niðurrifi —, og þá fær hitt að blómgast, sem hefir hið sanna lif í sér fólgið, það, er gildi hefir bæði fyrir tima og eilifð. Fundarstjórn var þannig hagað, að tveir fundarstjórar voru hvern dag, og voru þessir kosnir fundarstjórar: Gísli Sveinsson, Ásmundur Guðmundsson, Sigurbjörn Á. Gísla- son, séra Árni Sigurðsson, dr. Jón Helgason, biskup. Fundarskrifarar voru: Séra Friðrik A. Friðriksson, Steingrím- ur Benediktsson og Valdimar V. Snævarr. - • Fyrsta mál fundarins og aðalmál var kristin- "■ristindomurinn ... og æskan domurmn og æskan. Fyrri framsögumaður þessa máls, séra Þor- steinn Briem prófastur á Akranesi, flutti eftir farandi erindi: KIRKJAN OG ÆSKAN. Erindi séra Þorsteins Briems. Háttvirtu fundarmenn, konur og karlar. Fað hefir fallið í hlut okkar Ingimars kennara Jóhannessonar a® hefja hér umræður um dagskrárefnið, „Kirkjan og æskan“. Mér er ljóst, að sú frumreifan máls á ekki að vera tæmandi fyrirlestur um málið, sem ræða á. f frumræðu á aðeins að drepa a helztu atriði málsins, sem athuga þarf og ræða gjör síðar. Mér er það ennfremur ljóst, að tilganginum verður ekki náð með því einu að velja hina auðveldu leið, að hefja ádeilur á það astand, sem er. Allra sízt á þá aðilja, sem kirkjan verður að heita a til samstarfs.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.