Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 44

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 44
300 Hinn alinenni kirkjufundur. Júli. að ráði sinu, eigi fremur skilið þökk eir ámæli. Að öðru jöfnu ætti kristindómsfræðSlunni þó altaf að 'vera bezt borgið í böndum pre'stanna. Ekki tel ég það umtals vert, þótt kennarar við fjölmenna skóla, t. d. hér í Reykjavík, skifti verkum með sér þannig, að hæfustu kennarar séu valdir til að kenna vissar námsgreinar; hvort það er nú kristindómur'eða eitthvað annað. Slíkt er' vel framkvæm- anlegt, þótt einn maður sé aðalkennari hverrar deildar. Og þar er greiðfær leið til umbóta, ef óánægja lík þessu skyldr fara i vöxt á næstu árum. Áhrifum kristindómsins á æskulýðinn stafar engin hætta af kennara, sem felur öðrum sér betri að framkvæma kensiuna. —• Það er auðsætt mál. dhi fyrst ég minnist á þessar raddir, sem fram liafa komið á imdanföriuun árum í garð krist- iudóms kenslunnar í barnaskólum, vil ég taka það fram, að ég veit ekki betur en að barnakennarar séu yfirleitt sanimála þessum orðum skáldsins; að: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekk- ing, sé hjartað ei með er undir slær“, og að þeir vilji einmitt leggja rækt við hjartaþátt uppeldisins, tilfinningalifið, trúartil- finningarnar, ekki síður en aðra og notfæra sér þar þau gæði, sem kristindómurinn hefir að bjóða umfram alt annað. íslenzka kennarástéttin væri þá illa búin að gleyma hinum aldraða meist- ara sínum, séra Magnúsi Helgasyni, ef hún liefði aðra skoðun á þessum málum, svo mjög sem liann lagði áherzlu á kristindóms fræðsluna. „Hún á að gefa allri kenslunni önd og lif“, segir hann á einum stað. — Og nýjustu uppeldisfræðingar okkar, sem nú standa framarlega á sviði uppeldismálanna, virðast vera á sama máli um nauðsyn kristindóms fræðslunnar í skólum. Má þar benda á nýja ritgerð eftir dr. Matthías Jónasson í Mentamálum og ritgerð í sama riti 1937 eftir Sigurð Thorlacius skólastj. — Ég hygg því, að kristnir foreldrar megi vera óhræddir um þessa kenslu i barna- skólum. En fús er ég til að viðurkenna, að þar má sjálfsagt enn betur gera. En til þess að ná sem allra beztum árangri í kristin- dómSkenslu og til þess að sú kensla hafi varanleg áhrif á líf og starf æskumannsins, er nauðsynlegt, að allir þessir aðiljar, heim- ili, skólar og kirkja vinni í sama anda, með alúð og kostgæfni. Og til þess að efla þá samvinnu eru fundir sem þessi nauðsyn- legir og ættu að hafa hin beztu áhrif. Hér liggur því fyrir að athuga, hvernig auka má og styrkja starf allra þessara aðilja hvers uin sig og samvinnu þeirra inn- byrð'is. Á síðastliðnum árum hafa kirkjan og skólinn hagað sínu starfi Ííkt. Þar hefir lítil breyting orðið, en breyttir heimilahættir bæði við sjó og til sveita valda því, að kristilegt uppeldi á heimilun-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.