Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 56

Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 56
312 Hinn almenni kirkjufundur. Júlí. Hún fjallar um kenningu ensku kirkjunnar og er einskonar skýrsla frá fjölmennri nefnd hinna helztu kirkjunnar manna í Englandi og var erkibiskupinn af Kantaraborg formaður nefndarinnar. Um þessa hók var allmikið deilt. Hún er skref í frjálslyndisáttina. Ýmsir fögnuðu henni hjartanlega, aðrir voru miður ánægð'ir. — Einn mikilhæfasti og mikilvirkasti rithöfundur Englands hin síð- ari ár er Dean Inge, lieimskunnur rithöfundur. Hann er nýlega hættur prestsstörfum, enda orðinn gamall maður — en til skamms tíma hefir hann ritað bækur, og það er áreiðanlegt, að þegar eitthvað kemur frá hans hendi, þá les enska þjóðin það með athygli. Eins og gefur að skilja, lagði ég fljótt leið mína í kirkjurnar, sein stærstar eru og þektastar. Ég ætla ekki að lýsa þeim í kvöld. Mörgum merkustu kirkjum England liefir þegar verið lýst í á- heyrn alþjóðar. — Þó er það ein kirkja, sem ég hefði mikla löng- un til að tala um og segja yður frá. Það er dómkirkja Kantara- horgar. En það verður að bíða. Ég veit, að kirkjurnar eru stund- um talandi tákn um trúarlíf þjóða, en þó ekki altaf, og oft tala þær meira um fortíðina en nútíðina. En mig langar til að lýsa dálitið trúarlífinu og trúarstarfi þar sem ég fór, eins og það kom mér fyrir sjónir. Kirkjudeildir og trúarflokkar eru margir, sumir einkennilega nálægir liver öðrum í skoðunum á trúaratriðum og líkir. Aðrir fjarlægir. Um þá greining hefir verið ritað vel og ítarlega hér heima, svo að ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það. En kirkjulegt og trúarlegt líf og starf er í raun og veru altaf nýtt umræðuefni, og um það er þörf að tala. Og kristilegt starf í Englandi er svo mikið, að ég hygg að fæstir, sem aldrei hafa séð það, geti gert sér þess fulla grein. Það er svo oft sem vér heyrum sagt frá því, sem gerist á öðrum sviðum þjóðlífsins þar sem háværara er. Hernaðarmál eru svo ofarlega á baugi alstað- ar í lieiminum og í hugum manna og stjórnmálin, að meira ber á því, sem þar gjörist heldur en á liinu hljóða starfi þeirra manna, sem eru að vinna fyrir hugsjónir kristindómsins, jafnvel þótt starf þeirra sé mikið og máttugt. Fyrst varð fyrir mér starf Kristilegs félags ungra manna í Lundúnum. Há og voldug bygging í miðbiki borgarinnar. Þar eru aðalstöðvarnar. Þúsundir æskumanna koma þarna til þess að efla og þroska trúarlíf sitt og siðferðisþrótt, til þess að stæla krafla sálar og líkama, því að þar gefst þeim tækifæri til að iðka líkam- legar íþróttir, knattspyrnu, sund og svo íþróttir, sem iðkaðar eru innan liúss. Á kvöldin þegar myrkrið hjúpar hina miklu heims- borg — sem þrátt fyrir svo margt dásamlegt og undursamlegt ber í skauti sér hinar stærstu og ógurlegustu hættur fyrir æsku-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.